„Ég heimta endurtalningu“

Tori Spelling er ein af 13 keppendum seríunnar í ár.
Tori Spelling er ein af 13 keppendum seríunnar í ár. AFP/David Livingston

Umboðsmaður bandarísku leikkonunnar Tori Spelling, Ruthanne Secunda, hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á talningu atkvæða Dancing With the Stars í kjölfar þess að Spelling datt úr keppni í fyrstu umferð þáttaseríunnar sívinsælu.

Spelling, best þekkt fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210, náði ekki að heilla dómara og aðdáendur hæfileikakeppninnar með sporum sínum á dansgólfinu og var því send heim ásamt svindlaranum Önnu „Del­vey“ Sorok­in í tvöföldum útslætti á þriðjudag.

Secunda var gestur í hlaðvarpsþætti Spelling, Misspelling, á miðvikudag og sagði útkomuna vera algjört hneyksli.

„Það er galli í talningakerfinu, ég heimta endurtalningu,“ sagði Secunda þegar stöllurnar ræddu um úrslitin.

Spelling, sem dansaði rúmbu með rússneska atvinnudansaranum Pasha Pashkov, sagðist ekki hafa búist við að detta út í fyrsta þætti seríunnar en sagði reynsluna hafa verið dásamlega.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir