Fyrsta lag Emils vekur athygli

Tónlistarmaðurinn Emil gaf út sitt fyrsta lag í dag. Það …
Tónlistarmaðurinn Emil gaf út sitt fyrsta lag í dag. Það heitir Blue Morning Sky.

Íslenski tónlistarmaðurinn Emil Andri Sigurgeirsson gaf út sitt fyrsta lag í dag. Hann er 23 ára gamall tónlistarmaður úr Kópavoginum og kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Faðir hans, Sigurgeir Þórðarson gerði garðinn frægan í hljómsveitinni In Bloom á sínum tíma. 

Lagið heitir Blue Morning Sky og er milt og fallegt. Hann var í sjálfsskoðun þegar hann samdi lagið og er lagið innblásið af kyrrðinni en lagið er líka innblásið af íslenskri náttúru. 

Tilfinningalegt ferðalag ástarinnar er til umfjöllunar í laginu. Hvernig birta ástarinnar virkar þegar hún blómstrar og hvernig tómleikann hverfur. Það er ekki hægt að segja annað en textinn sé sterkur og einlægur en í laginu opnar Emil hjarta sitt um það hvað það er sársaukafullt þegar ástin hverfur. 

Blue Morning Sky rímar við nýjar raddir í „indie folk tónlist“. Aðdáendur listamanna eins og Ben Howard, José González og Iron & Wine ættu að tengja við tónlist hans. Það var Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður í Hjálmum sem vann lagið með Emil. 

Blue Morning Sky var valið í hina vinsælu þáttaröð The Darkness eða Dimmu eftir Ragnar Jónasson sem framleidd er af Paramount og CBS og kemur tvisvar fyrir í henni. Verið er að sýna þáttaröðina í Sjónvarpi Símans Premium um þessar mundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren