Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell skaust upp á stjörnuhimininn 1987 þegar hún var fyrsta dökka fyrirsætan sem komst á forsíðu Vouge. Nú er þessi gamla ofurfyrirsæta í vanda eftir að henni var bannað að reka góðgerðarsamtök sín, Fashion for Relief.
Rannsókn á góðgerðarsamtökum hennar leiddi í ljós að hún hafði varið fjármunum samtakanna til að mylja undir sjálfa sig og sinn rándýra löðrandi lúxuslífsstíl með peningum sjóðsins. Þrátt fyrir það var hún sæmd riddarakrossi í Frakklandi í gær.
Campell hefur verið bannað að reka góðgerðarsamtök næstu fimm árin. Sú niðurstaða lá fyrir þegar rannsókn á góðgerðarsamtökum hennar, Fashion for Relief, lauk en það kom í ljós að ofurfyrirsætan hafði notað peninga sjóðsins í eigin þágu.
Hún nýtti fé góðgerðarsamtakanna til að greiða fyrir fimm stjörnu hótel í Suður-Frakklandi svo eitthvað sé nefnt. Þetta þýðir að ofurfyrirsætunni hefur verið bannað að reka Tveir trúnaðarmenn samtakanna voru teknir með í fallinu og eru þeir líka komnir í fimm ára bann.
Um er að ræða fjármál góðgerðarsamtakanna á tímabilinu frá apríl 2016 til júlí 2022. Rannsókn leiddi í ljós að á þessum árum fóru aðeins 8,5 prósent af heildarútgjöldum Fashion for Relief í góðgerðarmál. Félagið var leyst upp fyrr á þessu ári og starfsemi þess hætt.
Campbell er þó ekki á því að þetta sé henni að kenna. Í gær var hún sæmd riddarakrossi í París fyrir framlag sitt til lista og bókmennta. Það var menningarmálaráðherra Frakklands, Rachida Dati, sem sæmdi hana heiðursmerkinu.
Sama dag var úrskurðað um að hún mætti ekki stýra góðgerðarsamtökum. Hún tekur ekki ábyrgð á fjármálum sjóðsins og kennir lögmanni um óráðsíðuna.
„Ég stýrði ekki góðgerðarsamtökunum. Ég lét lögfræðing sjá um hlutina,“ sagði Campbell í ræðu þegar hún var sæmd riddarakrossi í Frakklandi.