Aflýsir tónleikum í kjölfar gagnrýni

Söngkonan Chappell Roan.
Söngkonan Chappell Roan. AFP

Bandaríska poppsöngkonan Chappell Roan aflýsti tvennum stórtónleikum í gær í kjölfar mikillar gagnrýni sem hún hlaut fyrir að neita að styðja Kamölu Harris í forsetakosningunum. Segir hún gagnrýnina vera yfirþyrmandi.

Söngkonan, sem er hinsegin, bað aðdáendur sína afsökunar er hún aflýsti tónleikum sínum á tónlistarhátíð sem fer fram nú um helgina.

Sagðist hún vera ófær um að koma fram að sökum bakslags sem hún hafði upplifað á samfélagsmiðlum og bætti hún við að hún þyrfti að setja heilsu sína í forgang í nokkra daga.

Gagnrýnin hófst í kjölfar viðtals sem söngkonan fór í nýlega hjá The Guardian þar sem hún sagði vandamál vera til staðar, bæði hjá repúblikönum sem og demókrötum.

Kýs Kamölu

Sagði hún í viðtalinu að það væru margir hlutir sem hún myndi vilja breyta og að hún fyndi því ekki þörf á að styðja einhvern ákveðinn frambjóðanda í forsetakosningunum.

Fékk hún í kjölfarið mikla gagnrýni þar sem hún var sökuð um að hafa verið kærulaus og tekið afstöðu með Trump.

Í myndbandi sem Roan birti á miðvikudag sagðist hún fyrirlíta Trump en að hún væri þó einnig vonsvikin yfir stefnu Demókrataflokksins sem hún sagði hafa brugðist meðlimum LGBTQ-samfélagsins, og öllum jaðarsettum samfélögum í heiminum. Það væri ástæða þess að hún gæti ekki stutt flokkinn opinberlega.

„Ég er að kjósa Kamölu. En ég er ekki að sætta mig við það sem hefur verið boðið af því að það er vafasamt,“ sagði söngkonan í myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan