Kris Kristofferson er látinn

Kris Kristofferson í Los Angeles árið 2009.
Kris Kristofferson í Los Angeles árið 2009. AFP/Chris Delmas

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson, sem sló í gegn á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni A Star is Born, er látinn, 88 ára að aldri.

Fjölskylda hans tilkynnti þetta í gær. Ekki var gefin upp dánarorsökin í tilkynningu fjölskyldunnar.

Kris Kristofferson árið 2013.
Kris Kristofferson árið 2013. AFP/Frederic J. Brown

Kristofferson var heiðursmeðlimur í Frægðarhöll sveitasöngvara auk þess sem hann hlaut Grammy-verðlaunin. Hann var þekktur fyrir smelli á borð við Sunday Mornin Comin Down og Me and Bobby McGee.

Willie Nelson (til vinstri) og Kris Kristofferson á Grammy-verðlaunahátíðinni árið …
Willie Nelson (til vinstri) og Kris Kristofferson á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2014. AFP/Frederic J. Brown

Kristofferson spilaði sem sólótónlistarmaður í áratugi. Einnig stofnaði hann ofurgrúppuna The Highwaymen á miðjum níunda áratugnum með Johnny Cash, Waylon Jennings og Willie Nelson.

Kristofferson spilaði í Eldborg í Hörpu árið 2016 við góðar undirtektir. Einnig spilaði hann í fullri Laugardalshöll í júní árið 2004. Áður hafði kappinn haldið tvenna tónleika á Hótel Íslandi árið 1992.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan