Broadway-stjarna látin eftir snarpa baráttu við krabbamein

Leikarinn Gavin Creel greindist með mjög sjaldgæft krabbamein í júlí.
Leikarinn Gavin Creel greindist með mjög sjaldgæft krabbamein í júlí. Skjáskot/Playbill.com

Broadway-leikarinn Gavin Creel er látinn 48 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í New York eftir snarpa baráttu við mjög sjaldgæft krabbamein.

Kynningarfulltrúi leikarans staðfesti andlátið í samtali við The Associated Press.

Creel átti afar farsælan feril sem sviðsleikari og lék í sýningum á borð við Hello, Dolly!, Hair, Thoroughly Modern Millie og The Book of Mormon. Hann hreppti Tony-verðlaun fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Hello, Dolly!, en þar lék hann á móti Bette Midler.

Fjölmargir hafa minnst leikarans á samfélagsmiðlum síðastliðinn sólarhring. Meðal þeirra eru Neil Patrick Harris, Bette Midler, Idina Menzel, Uzo Aduba, Josh Gad og Andrew Rannells.

View this post on Instagram

A post shared by Neil Patrick Harris (@nph)

View this post on Instagram

A post shared by Bette Midler (@bettemidler)

View this post on Instagram

A post shared by Idina Menzel (@idinamenzel)

View this post on Instagram

A post shared by Uzo Aduba (@uzoaduba)

View this post on Instagram

A post shared by Josh Gad (@joshgad)






mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan