Þekktur sigurvegari Eurovision látinn

Lee gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Brotherhood of Man.
Lee gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Brotherhood of Man. Skjáskot/Facebook

Breski tónlistarmaðurinn Martin Lee féll frá á dögunum, 77 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun.

Lee var líklega þekktastur sem liðsmaður hljómsveitarinnar Brotherhood of Man sem bar sigur úr býtum í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1976. Sveitin sigraði með laginu Save Your Kisses For Me.

Liðsmenn sveitarinnar greindu frá andláti félaga síns í færslu á Facebook fyrr í dag.

Þar kemur fram að tónlistarmaðurinn hafi látist friðsamlega þann 29. september eftir skammvinn veikindi.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar