Hættur við að hætta

Daniel Day-Lewis er eini leikarinn sem hefur þrisvar sinnum fengið …
Daniel Day-Lewis er eini leikarinn sem hefur þrisvar sinnum fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. AFP/Samsett

Þrefaldi Óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis er byrjaður að leika á nýjan leik eftir að hafa sest í helgan stein fyrir sjö árum síðan.

Hann ætlar að leika í fyrstu kvikmyndinni sem sonur hans ætlar að leikstýra.

Day-Lewis hætti að leika eftir myndina Phantom Thread sem kom út 2017.

Nýja myndin nefnist Anemone og mun sonur hans Ronan Day-Lewis leikstýra henni, að því er Guardian greinir frá. Feðgarnir skrifuðu handritið saman.

Á meðal annarra leikara verða Sean Bean, Samantha Morton, Samuel Bottomley og Safia Oakley-Green. Tökur eru þegar hafnar í ensku borginni Manchester.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes