Hættur við að hætta

Daniel Day-Lewis er eini leikarinn sem hefur þrisvar sinnum fengið …
Daniel Day-Lewis er eini leikarinn sem hefur þrisvar sinnum fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. AFP/Samsett

Þrefaldi Óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis er byrjaður að leika á nýjan leik eftir að hafa sest í helgan stein fyrir sjö árum síðan.

Hann ætlar að leika í fyrstu kvikmyndinni sem sonur hans ætlar að leikstýra.

Day-Lewis hætti að leika eftir myndina Phantom Thread sem kom út 2017.

Nýja myndin nefnist Anemone og mun sonur hans Ronan Day-Lewis leikstýra henni, að því er Guardian greinir frá. Feðgarnir skrifuðu handritið saman.

Á meðal annarra leikara verða Sean Bean, Samantha Morton, Samuel Bottomley og Safia Oakley-Green. Tökur eru þegar hafnar í ensku borginni Manchester.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan