Í miðpunkti blúsins vestur í Mississippi

Blúsbandið.
Blúsbandið. Ljósmynd/Simone De Greef

CC Fleet Blues Band, blúshljómveit íslenska Cadillac-klúbbsins, kemur fram í Bandaríkjunum í næstu viku og spilar meðal annars á blúshátíðinni Pinetop Perkins Homecoming í Clarksdale, Mississippi, sem haldin verður í 24. sinn 13. október. „Mér vitanlega hefur íslensk hljómsveit ekki spilað á hátíðinni en ég fór með Halldóri Bragasyni heitnum þangað 2009 og fylgdist með honum spila þar og í Ground Zero-klúbbnum,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, blúsáhugamaður og fyrrverandi formaður klúbbsins.

Félagarnir Jóhann, Jói byssusmiður, og Jón Ingiberg Jónsteinsson, grafískur hönnuður, hafa lengi átt sér þann draum að spila á hátíðinni. „Ég kynntist mörgum í ferðinni 2009, hef haldið góðu sambandi við þá, snúist í kringum blúsara sem hafa komið og spilað hjá okkur á blúshátíðum, og hef verið með í huga að fara aftur,“ segir Jói. „Ground Zero er blúslandið, miðpunktur blúsins, þar sem blús er spilaður 365 daga á ári.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan