Í miðpunkti blúsins vestur í Mississippi

Blúsbandið.
Blúsbandið. Ljósmynd/Simone De Greef

CC Fleet Blues Band, blúshljómveit íslenska Cadillac-klúbbsins, kemur fram í Bandaríkjunum í næstu viku og spilar meðal annars á blúshátíðinni Pinetop Perkins Homecoming í Clarksdale, Mississippi, sem haldin verður í 24. sinn 13. október. „Mér vitanlega hefur íslensk hljómsveit ekki spilað á hátíðinni en ég fór með Halldóri Bragasyni heitnum þangað 2009 og fylgdist með honum spila þar og í Ground Zero-klúbbnum,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, blúsáhugamaður og fyrrverandi formaður klúbbsins.

Félagarnir Jóhann, Jói byssusmiður, og Jón Ingiberg Jónsteinsson, grafískur hönnuður, hafa lengi átt sér þann draum að spila á hátíðinni. „Ég kynntist mörgum í ferðinni 2009, hef haldið góðu sambandi við þá, snúist í kringum blúsara sem hafa komið og spilað hjá okkur á blúshátíðum, og hef verið með í huga að fara aftur,“ segir Jói. „Ground Zero er blúslandið, miðpunktur blúsins, þar sem blús er spilaður 365 daga á ári.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Beittu færni þinni til þess að skipuleggja þig. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Ragnar Jónasson
4
Elly Griffiths
5
Jojo Moyes