Bubbi Morthens er að senda frá sér nýtt lag í dag. Engin önnur en Elín Hall syngur með honum í laginu sem ber nafnið Föst milli glerja. En auk þeirra sér Arnar Guðjónsson um trommur, slagverk, bassa, gítar, fiðlu, selló og bakraddir.
Lagið er síðasta smáskífan af nýrri plötu Bubba sem er væntanleg þann 25. október.
Föst milli glerja má finna á Spotify og WAV.