Gullverðlaunahafi fékk taugaáfall

Simone Biles til vinstri og Suni Lee til hægri.
Simone Biles til vinstri og Suni Lee til hægri. Ljósmynd/Instagram

Aðeins nokkrum klukkutímum áður en fimleikakonan Suni Lee átti þátt í að koma liði Bandaríkjamanna í áhaldafimleikum á pall á Ólympíuleikunum fór andlega hliðin á hvolf. Þetta kemur fram á vef E-News.

Kvöldið fyrir úrslitakeppnina þann 30. júlí fékk Lee taugaáfall, en daginn eftir steig hún á gólfið ásamt Simone Biles, Jade Carey og Jordan Chiles og hrepptu þær gullið. Sjálf hefur Lee áður unnið til gulls á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021.

Lee segir liðsfélaga sína hafa hjálpað henni í gegnum mestu erfiðleikana og að sjálf Biles, sem þekkt er fyrir að hafa lent í svipuðum raunum með andlegu hliðina, hafi talað hana upp úr ástandinu.

Í viðtali við Glamour rifjar Lee upp að Biles hafi sagt henni að ganga inn í salinn eins og ríkjandi Ólympíumeistari og hugsa að titillinn væri hennar. Biles minnti hana á að hún væri þess verðug að vera hluti af liðinu og að hún væri þarna af ástæðu.

E-News

View this post on Instagram

A post shared by Glamour (@glamourmag)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan