Poppstjarna nakin í ísbaði

Sabrina Carpenter er ein vinsælasta poppstjarna í heimi um þessar …
Sabrina Carpenter er ein vinsælasta poppstjarna í heimi um þessar mundir. Ljósmynd/AFP

Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter gaf fylgjendum sínum innsýn í hvað gerist fyrir tónleika í nýjustu færslu hennar á Instagram.

Carpenter, 25 ára, birti myndaseríu sem innihélt fimmtán ljósmyndir og vakti ein þeirra alveg sérstaka athygli, en á myndinni er söngkonan nakin í ísbaði. Yfir þrjár milljónir manna hafa þegar líkað við færsluna á innan við sólarhring og margir ritað athugasemdir og forvitnast um ísbaðið.

Söngkonan, sem vakti fyrst athygli sem unglingur þegar hún fór með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Girl Meets World, hefur verið á sannkallaðri sigurför um heiminn síðustu mánuði. Hún sló í gegn fyrr á þessu ári með popplagi sínu Espresso sem fór beint í toppsæti Billboard-listans.

Carpenter hefur byggt upp stóran aðdáendahóp og er með hátt í 50 milljónir fylgjenda á Instagram sem vilja ólmir vita hvað gengur á í lífi Carpenter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan