Markmiðið að vera myljandi fyndin

Leikhópurinn vildi taka fyrir eitthvað sem íslenska þjóðin tengdi við.
Leikhópurinn vildi taka fyrir eitthvað sem íslenska þjóðin tengdi við. Ljósmynd/Jorri

Hvað ger­ist þegar átta ís­lensk­ir gam­an­leik­ar­ar ákveða að semja sam­an leik­rit? Afrakst­ur­inn af þeirri til­raun, gam­an­leik­ur­inn Elt­um veðrið, var frum­sýnd­ur á Stóra sviði Þjóðleik­húss­ins í gær, föstu­dag­inn 4. októ­ber.

„Okk­ur langaði að gera ís­lensk­an farsa,“ seg­ir Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir en þau Hall­grím­ur Ólafs­son sett­ust niður með blaðamanni og sögðu frá verk­inu og ferl­inu sem ligg­ur að baki. Þau mynduðu leik­hóp­inn ásamt Eygló Hilm­ars­dótt­ur, Guðjóni Davíð Karls­syni, Hildi Völu Bald­urs­dótt­ur, Hilm­ari Guðjóns­syni, Sig­urði Sig­ur­jóns­syni og Þresti Leó Gunn­ars­syni.

„Ég held að pæl­ing­in hafi verið að taka fyr­ir eitt­hvað sem snert­ir okk­ur öll, ein­hvern sam­nefn­ara sem þjóðin teng­ir við og geti séð sjálfa sig í. Þá kom hug­mynd­in um úti­leg­una upp og þetta veður. Við erum alltaf að pæla í veðrinu,“ seg­ir Hall­grím­ur og Ilm­ur tek­ur und­ir. „Það er af nógu að taka þar. Það eru ólík­ar týp­ur. Þú finn­ur all­ar mann­gerðir í úti­leg­unni. Það er hjól­hýsaliðið, kúlutjaldaliðið, göngugarp­arn­ir, hús­bílakall­inn og -kell­ing­in.“

Ítar­legt viðtal við Ilmi og Hall­grím birt­ist á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins síðastliðinn fimmtu­dag, 3. októ­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka