Markmiðið að vera myljandi fyndin

Leikhópurinn vildi taka fyrir eitthvað sem íslenska þjóðin tengdi við.
Leikhópurinn vildi taka fyrir eitthvað sem íslenska þjóðin tengdi við. Ljósmynd/Jorri

Hvað gerist þegar átta íslenskir gamanleikarar ákveða að semja saman leikrit? Afraksturinn af þeirri tilraun, gamanleikurinn Eltum veðrið, var frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í gær, föstudaginn 4. október.

„Okkur langaði að gera íslenskan farsa,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir en þau Hallgrímur Ólafsson settust niður með blaðamanni og sögðu frá verkinu og ferlinu sem liggur að baki. Þau mynduðu leikhópinn ásamt Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hildi Völu Baldursdóttur, Hilmari Guðjónssyni, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni.

„Ég held að pælingin hafi verið að taka fyrir eitthvað sem snertir okkur öll, einhvern samnefnara sem þjóðin tengir við og geti séð sjálfa sig í. Þá kom hugmyndin um útileguna upp og þetta veður. Við erum alltaf að pæla í veðrinu,“ segir Hallgrímur og Ilmur tekur undir. „Það er af nógu að taka þar. Það eru ólíkar týpur. Þú finnur allar manngerðir í útilegunni. Það er hjólhýsaliðið, kúlutjaldaliðið, göngugarparnir, húsbílakallinn og -kellingin.“

Ítarlegt viðtal við Ilmi og Hallgrím birtist á menningarsíðum Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag, 3. október. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka