Stefnumót við raðmorðingja

​Woman of the Hour er fyrsta kvikmyndin sem Anna Kendrick …
​Woman of the Hour er fyrsta kvikmyndin sem Anna Kendrick leikstýrir. ​AFP/Valerie Macon

Anna Kendrick leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd, Woman of the Hour, um konu sem fer á stefnumót með karli sem reynist vera raðmorðingi. Byggt er á sönnum atburðum.

Árið er 1978 og Sheryl Brad­shaw er ung leikkona sem þráir ekkert heitar en að slá í gegn í henni Hollywood. En það er hægara sagt en gert; af einhverjum ástæðum er eins og að heimurinn sé ekki að bíða eftir henni. þeirri viðleitni að vekja á sér athygli skráir hún sig til leiks í stefnumótaþættinum The Dating Game í sjónvarpinu. Það verður aldrei verra en græskulaust gaman og í besta falli tekur einhver eftir henni. Og býður henni ef til vill draumahlutverkið.

Sheryl kemur sér makindalega fyrir á stól í myndverinu og handan við þilið eiga að vera þrír frambærilegir piparsveinar sem hún á að velja á milli, án þess að sjá þá. Þið þekkið þessar reglur. Hvað hét þessi þáttur hér heima? Var það ekki Djúpa laugin?

Til hvers eru stelpur?

Sheryl kemur strax að lykilspurningunni: „Til hvers eru stelpur?“

Piparsveinn númer eitt skilur ekki spurninguna; kannski vill hann ekki skilja hana eða er hann bara svona tregur? Piparsveinn númer tvö fer í bullandi vörn og spyr á móti hvort þetta sé einhver gildra. Piparsveinn númer þrjú óttast á hinn bóginn ekki gildrur enda er hann sjálfur meistari í þeim – raðmorðingi í morðæði sínu miðju, að leita að næsta fórnarlambi.

Sheryl mætt á blint stefnumót í sjónvarpi. Alcala er lengst …
Sheryl mætt á blint stefnumót í sjónvarpi. Alcala er lengst til hægri. ​ Netflix


Þetta kann að hljóma farsakennt en eigi að síður byggist kvikmyndin Woman of the Hour á sönnum atburðum. Piparsveinn númer 3, Rodney Alcala, var í raun og sann til og hann tók þátt í The Dating Game eftir að hafa orðið nokkrum konum að bana. Sumum þeirra fáum við að kynnast í svipmynd í myndinni með áherslu á óttann þegar þeim verður ljóst að þær eru í bráðri hættu. Í stiklunni sjáum við Sheryl finna til síns ótta á bílastæði enda virðist henni vera veitt eftirför. Hvort hún kemst undan eða verður morðingjanum að bráð verður að sjálfsögðu ekki upplýst hér.

Woman of the Hour er frumraun Önnu Kendrick sem leikstjóra en hún fer jafnframt með hlutverk Sheryl. Daniel Zovatto leikur Alcala.

Nánar er fjallað um Woman of the Hour í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir