Davíð er litríkur, íslenskur bassi

Davíð Ragnarsson
Davíð Ragnarsson

Söngv­ar­inn Davíð Ragn­ars­son hef­ur fengið góðar um­sagn­ir fyr­ir frammistöðu sína í konsertupp­færslu á óper­unni Brott­námið úr kvenna­búr­inu eft­ir Moz­art, sem hljóm­sveit­in Neue Phil­harmonie hef­ur flutt und­an­farið víða um Norður- og Suður-Þýska­land.

Davíð, sem fer með hlut­verk Os­m­ans, varðar­ins í kvenna­búr­inu, er hrósað í há­stert í blaðinu Schwäbische Zeit­ung fyr­ir flutn­ing sinn í bæn­um Bad Buchau fyr­ir að gera Os­min frá­bær skil.

„Með sín­um vold­uga, hyl­dýp­is­svarta bassa, af­ger­andi lík­ams­b­urðum og út­geisl­un sinni gerði hann „sigurarí­una“ að hápunkti sýn­ing­ar­inn­ar,“ skrif­ar rýn­ir blaðsins, Günt­her Launert.

Í um­fjöll­un sama blaðs um upp­færsl­una á Brott­nám­inu í Friedrichs­hafen skrif­ar Helmut Voith að það hafi verið „dá­sam­legt hvernig hinn lit­ríki, ís­lenski bassi, Davíð Ragn­ars­son belgdi sig út og hvernig hin lit­ríka úr­kaínska sópr­an­söng­kona Na­taliia Ula­sevych í hlut­verki hinn­ar líf­legu Blonde stóð í hár­inu á hon­um“.

Neue Phil­harmonie er hljóm­sveit, sem stofnuð var til að auka hróður klass­ískr­ar tón­list­ar í Þýskalandi og koma fram í borg­um og bæj­um þar sem hún er sjald­an á boðstól­um.

Nán­ar er fjallað um frammistöðu Davíðs á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins laug­ar­dag­inn 5. októ­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka