Davíð er litríkur, íslenskur bassi

Davíð Ragnarsson
Davíð Ragnarsson

Söngvarinn Davíð Ragnarsson hefur fengið góðar umsagnir fyrir frammistöðu sína í konsertuppfærslu á óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart, sem hljómsveitin Neue Philharmonie hefur flutt undanfarið víða um Norður- og Suður-Þýskaland.

Davíð, sem fer með hlutverk Osmans, varðarins í kvennabúrinu, er hrósað í hástert í blaðinu Schwäbische Zeitung fyrir flutning sinn í bænum Bad Buchau fyrir að gera Osmin frábær skil.

„Með sínum volduga, hyldýpissvarta bassa, afgerandi líkamsburðum og útgeislun sinni gerði hann „siguraríuna“ að hápunkti sýningarinnar,“ skrifar rýnir blaðsins, Günther Launert.

Í umfjöllun sama blaðs um uppfærsluna á Brottnáminu í Friedrichshafen skrifar Helmut Voith að það hafi verið „dásamlegt hvernig hinn litríki, íslenski bassi, Davíð Ragnarsson belgdi sig út og hvernig hin litríka úrkaínska sópransöngkona Nataliia Ulasevych í hlutverki hinnar líflegu Blonde stóð í hárinu á honum“.

Neue Philharmonie er hljómsveit, sem stofnuð var til að auka hróður klassískrar tónlistar í Þýskalandi og koma fram í borgum og bæjum þar sem hún er sjaldan á boðstólum.

Nánar er fjallað um frammistöðu Davíðs á menningarsíðum Morgunblaðsins laugardaginn 5. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir