„Endurspegla erfiða sögu Akadíu“

Carl Philippe Gionet sýnir og heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns …
Carl Philippe Gionet sýnir og heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. mbl.is/Karítas

„Mörg lag­anna eru harmþrung­in því þau end­ur­spegla erfiða sögu Aka­díu og fjalla til dæm­is um ást­ir, sorg og það að þurfa að lúta yf­ir­ráðum annarra ríkja en svo eru þarna líka lög sem eru hress því við Aka­díu­menn elsk­um gott partí,“ seg­ir pí­anó­leik­ar­inn Carl Phil­ippe Gi­o­net, sem ásamt söng­kon­unni Christ­inu Raphaëlle Halda­ne flyt­ur akadísk þjóðlög í eig­in út­setn­ing­um á tón­leik­um í Lista­safni Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar í kvöld, sunnu­dag­inn 6. októ­ber, kl. 20. 

Gi­o­net seg­ir að aka­dísk menn­ing búi yfir sterk­um sér­kenn­um og að Aka­dí­ar eigi langa og storma­sama sögu sem ekki má gleyma. „Við vor­um fyrsta ný­lend­an í Norður-Am­er­íku en árið 1604 sett­ust Frakk­ar að í Kan­ada. Aka­día varð að eins kon­ar skipti­mynt í deil­um Frakka og Breta og þegar Aka­día vildi ekki ganga und­ir breska krúnu var aka­dísk­um fjöl­skyld­um sundrað og fólk flutt út um all­an heim. Enn þann dag í dag má greina aka­dísk áhrif á ólík­leg­ustu stöðum í heim­in­um.

Gi­o­net er ekki aðeins eft­ir­sótt­ur ein­leik­ari held­ur er hann einnig virt­ur mynd­list­armaður og rit­höf­und­ur en hann sýn­ir einnig teikn­ing­ar sín­ar á sýn­ing­unni Laug­ar­nes­hug­hrif í lista­safn­inu og eru þær afrakst­ur lista­manns­dval­ar hans þar. Í viðtali á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins má lesa ít­ar­legt viðtal við Gi­o­net þar sem hann ræðir list­sköp­un sína og hvernig hann var kom­inn á fremsta hlunn með að hætta í tón­list­ar­námi til að ger­ast lög­fræðing­ur, en kynnt­ist þá kenn­ara sem bjargaði hon­um, eins og hann orðar það.

Viðtalið við Gi­o­net birt­ist fyrst á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins laug­ar­dag­inn 5. októ­ber.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka