„Endurspegla erfiða sögu Akadíu“

Carl Philippe Gionet sýnir og heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns …
Carl Philippe Gionet sýnir og heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. mbl.is/Karítas

„Mörg laganna eru harmþrungin því þau endurspegla erfiða sögu Akadíu og fjalla til dæmis um ástir, sorg og það að þurfa að lúta yfirráðum annarra ríkja en svo eru þarna líka lög sem eru hress því við Akadíumenn elskum gott partí,“ segir píanóleikarinn Carl Philippe Gionet, sem ásamt söngkonunni Christinu Raphaëlle Haldane flytur akadísk þjóðlög í eigin útsetningum á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, sunnudaginn 6. október, kl. 20. 

Gionet segir að akadísk menning búi yfir sterkum sérkennum og að Akadíar eigi langa og stormasama sögu sem ekki má gleyma. „Við vorum fyrsta nýlendan í Norður-Ameríku en árið 1604 settust Frakkar að í Kanada. Akadía varð að eins konar skiptimynt í deilum Frakka og Breta og þegar Akadía vildi ekki ganga undir breska krúnu var akadískum fjölskyldum sundrað og fólk flutt út um allan heim. Enn þann dag í dag má greina akadísk áhrif á ólíklegustu stöðum í heiminum.

Gionet er ekki aðeins eftirsóttur einleikari heldur er hann einnig virtur myndlistarmaður og rithöfundur en hann sýnir einnig teikningar sínar á sýningunni Laugarneshughrif í listasafninu og eru þær afrakstur listamannsdvalar hans þar. Í viðtali á menningarsíðum Morgunblaðsins má lesa ítarlegt viðtal við Gionet þar sem hann ræðir listsköpun sína og hvernig hann var kominn á fremsta hlunn með að hætta í tónlistarnámi til að gerast lögfræðingur, en kynntist þá kennara sem bjargaði honum, eins og hann orðar það.

Viðtalið við Gionet birtist fyrst á menningarsíðum Morgunblaðsins laugardaginn 5. október.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir