Frumflytja nýtt verk eftir Mozart

Ari Þór Vilhjálmsson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leika á fiðlur …
Ari Þór Vilhjálmsson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leika á fiðlur á tónleikunum. mbl.is/Karítas

„Það er ekki á hverjum degi sem maður frumflytur verk eftir Mozart. Þetta er virkilega stór stund,“ segir Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, en hann er meðal þeirra sem flytja munu í fyrsta sinn á Íslandi áður óþekkt tónverk, Ganz kleine Nachtmusik, eftir W.A. Mozart. Tónleikarnir verða í dag, 6. október, kl. 16 í Norðurljósasal Hörpu.

Verkið fannst á ríkisbókasafninu í Leipzig í síðasta mánuði og er strengjatríó fyrir tvær fiðlur og selló. Auk Ara flytja verkið með honum Sólveig Vaka Eyþórsdóttir á fiðlu og Sigurgeir Agnarsson á selló. Á tónleikunum, sem eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins, verða einnig fluttir tveir strengjasextettar, annar eftir Schönberg en hinn eftir Tsjaíkovskí, og bætast þá í hópinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og Rita Porfiris, báðar á víólu, og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló.

Í viðtali á menningarsíðum Morgunblaðsins ræðir Ari Þór efnisskrá tónleikanna og starf sitt með Kammermúsíkklúbbnum, sem hann segir standa hjarta sínu nærri. Ari Þór býr og starfar í Ísrael og ræðir í viðtalinu einnig ástandið þar í landi í ljósi stríðsátaka undanfarins árs.

Viðtalið birtist fyrst á menningarsíðum Morgunblaðsins laugardaginn 5. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir