Frumflytja nýtt verk eftir Mozart

Ari Þór Vilhjálmsson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leika á fiðlur …
Ari Þór Vilhjálmsson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leika á fiðlur á tónleikunum. mbl.is/Karítas

„Það er ekki á hverj­um degi sem maður frum­flyt­ur verk eft­ir Moz­art. Þetta er virki­lega stór stund,“ seg­ir Ari Þór Vil­hjálms­son fiðluleik­ari, en hann er meðal þeirra sem flytja munu í fyrsta sinn á Íslandi áður óþekkt tón­verk, Ganz kleine Nacht­musik, eft­ir W.A. Moz­art. Tón­leik­arn­ir verða í dag, 6. októ­ber, kl. 16 í Norður­ljósa­sal Hörpu.

Verkið fannst á rík­is­bóka­safn­inu í Leipzig í síðasta mánuði og er strengjatríó fyr­ir tvær fiðlur og selló. Auk Ara flytja verkið með hon­um Sól­veig Vaka Eyþórs­dótt­ir á fiðlu og Sig­ur­geir Agn­ars­son á selló. Á tón­leik­un­um, sem eru á veg­um Kammermús­ík­klúbbs­ins, verða einnig flutt­ir tveir strengja­sex­t­ett­ar, ann­ar eft­ir Schön­berg en hinn eft­ir Tsjaí­kovskí, og bæt­ast þá í hóp­inn Þór­unn Ósk Marinós­dótt­ir og Rita Porfir­is, báðar á víólu, og Sig­urður Bjarki Gunn­ars­son á selló.

Í viðtali á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins ræðir Ari Þór efn­is­skrá tón­leik­anna og starf sitt með Kammermús­ík­klúbbn­um, sem hann seg­ir standa hjarta sínu nærri. Ari Þór býr og starfar í Ísra­el og ræðir í viðtal­inu einnig ástandið þar í landi í ljósi stríðsátaka und­an­far­ins árs.

Viðtalið birt­ist fyrst á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins laug­ar­dag­inn 5. októ­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka