Frumflytja nýtt verk eftir Mozart

Ari Þór Vilhjálmsson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leika á fiðlur …
Ari Þór Vilhjálmsson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leika á fiðlur á tónleikunum. mbl.is/Karítas

„Það er ekki á hverjum degi sem maður frumflytur verk eftir Mozart. Þetta er virkilega stór stund,“ segir Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, en hann er meðal þeirra sem flytja munu í fyrsta sinn á Íslandi áður óþekkt tónverk, Ganz kleine Nachtmusik, eftir W.A. Mozart. Tónleikarnir verða í dag, 6. október, kl. 16 í Norðurljósasal Hörpu.

Verkið fannst á ríkisbókasafninu í Leipzig í síðasta mánuði og er strengjatríó fyrir tvær fiðlur og selló. Auk Ara flytja verkið með honum Sólveig Vaka Eyþórsdóttir á fiðlu og Sigurgeir Agnarsson á selló. Á tónleikunum, sem eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins, verða einnig fluttir tveir strengjasextettar, annar eftir Schönberg en hinn eftir Tsjaíkovskí, og bætast þá í hópinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og Rita Porfiris, báðar á víólu, og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló.

Í viðtali á menningarsíðum Morgunblaðsins ræðir Ari Þór efnisskrá tónleikanna og starf sitt með Kammermúsíkklúbbnum, sem hann segir standa hjarta sínu nærri. Ari Þór býr og starfar í Ísrael og ræðir í viðtalinu einnig ástandið þar í landi í ljósi stríðsátaka undanfarins árs.

Viðtalið birtist fyrst á menningarsíðum Morgunblaðsins laugardaginn 5. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir