Húsvörðurinn fékk að fljóta með

Kris Kristofferson er goðsögn í heimi sveitatónlistar og kvikmynda.
Kris Kristofferson er goðsögn í heimi sveitatónlistar og kvikmynda. AFP/Frederic J. Brown

Kris Kri­stof­fer­son sló ekki í gegn sem sveita­söngv­ari á einni nóttu. Eft­ir að hafa lokið herþjón­ustu í Vest­ur-Þýskalandi flutti hann til Nashville til að freista gæf­unn­ar. 

Synd væri að segja að tón­list­ar­brans­inn hafi tekið hon­um opn­um örm­um en Kri­stof­fer­son þurfti um tíma að draga fram lífið við allskyns störf til að fram­fleyta sér, eig­in­konu sinni, Frances Beer, og tveim­ur börn­um þeirra, þar af öðru lang­veiku.

Um tíma starfaði hann sem þyrluflugmaður fyr­ir olíu­fyr­ir­tæki í Louisi­ana og dundaði sér milli verk­efna við að semja lög á borð við Help Me Make it Through the Nig­ht og Me and Bobby Mc­Gee. Síðar­nefnda lagið komst síðar í hend­urn­ar á Jan­is Joplin, en þau Kri­stof­fer­son slógu sér upp um stund, og varð strax ódauðlegt. Fjöl­marg­ir lista­menn hafa hljóðritað lög hans.

Skúraði gólfin

Kri­stof­fer­son skúraði einnig gólfin í Col­umb­ia-hljóðver­inu í Nashville og þar kynnt­ist hann June Cart­er sem kom upp­tök­um af tónlist Kri­stof­fer­sons til bónda síns, Johnnys Cash. Fátt gerðist þó og fræg er sag­an af því þegar Kri­stof­fer­son þraut þol­in­mæði og lenti þyrlu sinni í bak­g­arðinum við óðal Cash – til að fanga at­hygli hans.

Hvort það var sú uppá­koma eða eitt­hvað annað þá samþykkti Cash að hljóðrita tónlist Kri­stof­fer­sons og þá fóru hjól­in loks­ins að snú­ast. Hann var þá kom­inn á fer­tugs­ald­ur­inn en þá eru marg­ir löngu bún­ir að gef­ast upp á því að meika'ða.

Stjarna Kri­stof­fer­sons skein skært eft­ir það og 1985 stofnaði hann of­urkvart­ett­inn The Highway­men með Cash, Willy Nel­son og Waylon Jenn­ings. „Ótrú­legt að þeir hafi leyft hús­verðinum að fljóta með,“ sagði hann síðar.

Kris Kri­stof­fer­sons er nán­ar minnst í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins en hann féll frá á dög­un­um, 88 ára að aldri.  

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka