Söngkonan Cissy Houston látin

Mæðgurnar Cissy og Whitney Houston sjást hér á góðri stundu …
Mæðgurnar Cissy og Whitney Houston sjást hér á góðri stundu árið 2010. AFP

Söngkonan Cissy Houston, móðir söngkonunnar Whitney Houston, er látin 91 árs að aldri. Hlaut hún tvenn Grammy-verðlaun á ferli sínum og kom fram með listamönnum á borð við Elvis Presley og Arethu Franklin.

Miðillinn AP news greinir frá.

Lést Houston á heimili sínu í morgun þar sem hún hafði verið í líknarmeðferð en hún var með Alzheimer.

Tengdadóttir hennar, Pat Houston, greindi frá láti hennar og sagði hana hafa verið umkringda fjölskyldu sinni er hún lést.

Sagði hún ættingjana syrgja en tók jafnframt fram að framlag tengdamóður sinnar til dægurtónlistar og menningar væri óviðjafnanlegt.

Tvöfaldur Grammy-verðlaunahafi

Cissy Houston steig fyrst fram á sjónarsviðið sem söngkona í sönghópnum The Sweet Inspirations.

Söng hópurinn bakraddir með fjölda sálarsöngvara, þar á meðal Otis Redding, og kom af og til fram á tónleikum með söngkonunni Arethu Franklin.

Eftir að hafa gefið út fjórar plötur með hópnum og notið ágætis farsældar ákvað Houston að hefja sólóferil þar sem hún blómstraði.

Hún var eftirsótt og vinsæl söngkona og tók upp fleiri en 600 lög á ferli sínum.

Má heyra rödd hennar í lögum með ýmiskonar vinsælum listamönnum t.a.m. Chaka Khan, Jimi Hendrix, Beyoncé, Paul Simon og dótturinni Whitney.

Houston vann Grammy-verðlaun fyrir Gospel-plötur sínar Face to Face árið 1997 og He Leadeth Me árið 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan