Sögð vera að skilja

Kanye West og Bianca Censori.
Kanye West og Bianca Censori. Skjáskot/Instagram

Rapparinn Kanye West er sagður vera að skilja við eiginkonu sína, arkitektinn Biöncu Censori. Hjónin, sem kynntust síðla árs 2020, gengu í hjónaband í desember 2022. Þau hafa reglulega ratað í fjölmiðla síðustu ár, sérstaklega vegna klæðaburðar Censori.

Slúðurmiðilinn TMZ greindi frá tíðindunum á vefsíðu sinni í gærdag og sagði að hjónabandið væri búið að vera stormasamt síðustu mánuði.

Hjónin eru sögð hafa tilkynnt um ákvörðun sína fyrir nokkrum vikum síðan, en aðeins deilt henni með fólki í þeirra innsta hring.

Að sögn heimildarmanna var það West sem vildi skilja en rapparinn er sagður vilja hefja nýtt líf í Japan.

West var áður kvæntur raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Fyrrverandi hjónin eiga fjögur börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar