TikTok-stjarnan látin 25 ára að aldri

TikTok-stjarnan Taylor Rousseau Grigg er látin 25 ára að aldri.
TikTok-stjarnan Taylor Rousseau Grigg er látin 25 ára að aldri. Ljósmynd/Instagram

TikTok-stjarnan Taylor Rousseau Grigg er látin 25 ára að aldri. Eiginmaður hennar, Cameron Grigg, greindi frá andláti hennar á Instagram. Hann sagði að það gæti enginn ímyndað sér hvað hann væri að ganga í gegnum og sagði missinn mikinn. 

„Á síðasta ári hefur Grigg tekist á við meiri sársauka og þjáningar en flestir gera á ævinni. Þrátt fyrir það hefur ljós hennar skinið skært sem hefur veitt öllum í kringum hana mikla gleði,“ segir eftirlifandi eiginmaðurinn Cameron Grigg í færslu á Instagram og bætir við: 

„Hún er hugrakkasta og sterkasta kona sem ég þekki,“ segir hann jafnframt.

Hann segir að hún hafi treyst guði fyrir sér og það hafi hjálpað henni mikið á erfiðum tímum. TikTok-stjarnan var líffæragjafi og segir eiginmaðurinn líffæri hennar munu vonandi koma að góðum notum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan