Hagþenkir úthlutar 20 milljónum

Styrkþegar í Borgarbókasafninu í Grófinni nú síðdegis.
Styrkþegar í Borgarbókasafninu í Grófinni nú síðdegis. mbl.is/Eyþór

​Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna til ritstarfa hefur verið úthlutað, alls 20 milljónum króna.

Gunnar Þór Bjarnason formaður kynnti styrki Hagþenkis í Borgarbókasafninu í Grófinni nú síðdegis að viðstöddum styrkþegum og úthlutunarráðunum, stjórn Hagþenkis og framkvæmdastýru. Einnig var 1,5 milljónum kr. úthlutað í handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda.

Alls bárust 69 umsóknir um starfsstyrki og þar af hlutu 19 verkefni styrk. Tólf hlutu hæsta styrk eða 1.200.000 kr., tvö 1.000.000, þrjú 800.000 og tvö 700.000 kr. Í úthlutunarráði starfsstyrkja voru Karl Gunnarsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir.

Þá bárust átta umsóknir um handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda og hlutu sex verkefni styrk. Tvö 400.000 kr., þrjú 200.000 kr. og eitt 200.000 kr. en í úthlutunarráði handritstyrkja voru Ísold Uggadóttir, Sigurður Pétursson og Þorvarður Árnason.

Starfsstyrkir til ritstarfa 2024

  • Arnþór Gunnarsson. Ísland – ferðamannaland 1858–1939. Erlendir ferðamenn og ferðaþjónusta í mótun. 1.200.000 kr.
  • Berglind Erna Tryggvadóttir. Íslenskan, allra mál. 1.200.000 kr.
  • Björk Bjarnadóttir. Litla þjóðfræðibóka serían: Inngangur að draugafræðum. 1.200.000 kr.
  • Davíð Hörgdal Stefánsson. Skapandi mengi Jóhanns Jóhannssonar. 1.200.000 kr.
  • Elfar Logi Hannesson. Leiklist á Flateyri. 800.000 kr.
  • Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Orðaspjall - að efla orðforða og hlustunarskilning barna. 1.200.000 kr.
  • Jón Torfason. Útgáfa á Grallaranum frá 1594 sem verður III. bindi Sálmabóka sextándu aldar. 1.200.000 kr.
  • Katrín Ósk Garðarsdóttir. Fjármál í daglegu lífi. 800.000 kr.
  • Kristján Eiríksson. Drangey. 1.000.000 kr.
  • Margrét Gunnarsdóttir. Móðuharðindin í mannlegu ljósi. 800.000  kr.
  • Nanna Kristin Christiansen. Leiðsagnarnám, skref fyrir skref. 1.200.000 kr.
  • Ólafur Engilbertsson. Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. 600.000 kr.
  • Pamela De Sensi Kristbjargardóttir. Í kringum Ísland með FjóluFlautu. 1.200.000 kr.
  • Sigurþór Sigurðsson. Saga bókbands á Íslandi. 600.000 kr.
  • Trausti Ólafsson. Aðferðir og hugmyndir Moreno í leikrænni geðmeðferð. 1.000.000  kr.
  • Valur Gunnarsson. Upprunasögur. 1.200.000 kr.
  • Viðar Hreinsson. Eilífðin sem hvarf: Auðmagn, náttúra og vistkerfi. 1.200.000 kr.
  • Þór Martinsson. Fullveldi þjóðarinnar. 1.200.000 kr.
  • Þórunn Rakel Gylfadóttir. Orðaforði á grunni skáldskapar. 1.200.000 kr.

Handritsstyrkir til fræðslu- og heimildamynda

  • Björn Brynjúlfur Björnsson. Flóttinn frá Kabúl. 200.000 kr.
  • Davíð Hörgdal Stefánsson. A Deal With Chaos. 200.000 kr.
  • Elin Hirst. Íslendingasögur í nútíma ljósi. 200.000 kr.
  • Halldóra Arnardóttir. Afmælishátíð Safnasafnsins við Svalbarðsströnd. 100.000 kr.
  • Haukur Margeir Hrafnsson. Lýrikk. 400.000 kr.
  • Stefán Jón Hafstein. Heimurinn eins og hann er - hvað næst? 400.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths