„Hugleiðingar um kynhneigð og kynvitund og öll sú breidd sem í henni felst hafa lengi sótt á mig. Ég hef lesið mér mikið til um þetta og átt fjölmörg samtöl um málefnið,“ segir norski kvikmyndaleikstjórinn Dag Johan Haugerud. Kvikmynd hans Sex er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, en allar sex myndirnar sem tilnefndar eru verða sýndar í Bíó Paradís dagana 9.-14. október.
Í ár eru tilnefndar:
Haugerud er sagður einn áhugaverðasti handritshöfundur og leikstjóri Noregs um þessar mundir. Kvikmynd hans, Sex, hefur vakið töluverða athygli fyrir óvenjulega nálgun á afar forvitnilegri og frumlegri sögu af kynlífi tveggja gagnkynhneigðra karlmanna sem starfa sem sótarar en annar þeirra játar að hafa átt kynmök við ókunnugan karlmann á vinnutíma. Kvikmyndin er sú fyrsta úr þríleik Haugeruds, en hinar tvær myndirnar nefnast Kjærlighet og Drømmer.
ítarlega er rætt við Haugerud á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, miðvikudaginn 9. október.