Nadía Sif og Lucien halda körfuboltadag

Nadía segir að með viðburðinum sé verið að hvetja bæjarfélög …
Nadía segir að með viðburðinum sé verið að hvetja bæjarfélög til þess að taka sig saman og hjálpa börnum að iðka tómstundir og íþróttir. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifavaldurinn og fyrirsætan, Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir, og kærasti hennar Lucien Christofis körfuboltaþjálfari standa að körfuboltadegi fyrir börn á Akranesi á sunnudaginn.

Nadía segir í samtali við mbl.is að markmiðið sé að hvetja börn til þess að gefa íþróttum tækifæri og að efla jákvætt og hvetjandi hugarfar.

Koma í veg fyrir að börn leiðist út í vesen

Um er að ræða ókeypis viðburð fyrir börn og þeim gefið tækifæri á að taka þátt í körfuboltaæfingu. Lucien sjálfur verður til taks sem þjálfari og stefnt er að því að bjóða upp á einhverjar veitingar.

Fyrsti til fjórði bekkur getur sótt viðburðinn frá 11.00 til 12.30, fimmti til sjöundi bekkur frá 12.45 til 14.15 og áttundi til tíundi bekkur frá 14.30 til 16.30

Nadía segir kveikjuna að hugmyndinni vera leið til að koma í veg fyrir að börn leiðist út í vesen og að henni sýnist sem börn iðki íþróttir og tómstundir í mun minna mæli en áður:

„Maður sér að krakkar eru mun minna í íþróttum og tómstundum miðað við þegar ég var yngri, þá var kannski einn í bekknum sem var ekki að iðka tómstundir.“

Bæjarfélög hjálpi börnum

Hún segir að með viðburðinum sé einnig verið að hvetja bæjarfélög til þess að taka sig saman og hvetja börn til að iðka tómstundir og íþróttir.

„Við viljum að fleiri bæjarfélög taki eftir og að fleiri félög geri slíkt hið sama,“ segir hún.

Í lok viðburðarins verður haldin skotkeppni og hlýtur sigurvegarinn gjafakörfu að gjöf. Einnig verður hvatt til þess að íþróttafélög um land allt gefi vinningshafa tækifæri á að stunda íþrótt, að sínu vali, ókeypis í heilt ár.

Lucien er körfuboltamaður og þjálfari hjá ÍA.
Lucien er körfuboltamaður og þjálfari hjá ÍA. Ljósmynd/Jónas H. Ottóson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan