Sprangaði um á svörtum nærfötum og sýndi þyngdartapið

Söngkonan Lizzo er óhrædd við að sýna línurnar.
Söngkonan Lizzo er óhrædd við að sýna línurnar. Skjáskot/Instagram

Bandaríska söngkonan Lizzo þreytist seint á því að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum þyngdartap sitt. Lizzo hefur grennst töluvert síðustu mánuði en hugmyndir hafa verið uppi um að hratt og skyndilegt þyngdartap hennar sé annað hvort tilkomið vegna notkunar á Ozempic-þyngdarstjórnunarlyfinu eða vegna fíkniefnaneyslu.

Náttúrulegt þyngdartap og meðvituð ákvörðun

Lizzo hefur alfarið vísað þeim sögusögnum á bug og segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um það fyrr á árinu að taka heilsuna fastari tökum. Nú er árangur erfiðisins loksins farinn að skila sér.

Fylgjendur söngkonunnar jusu hvatningarorðum yfir hana í athugasemdum við myndskeið sem hún deildi af sér sprangandi um á svörtu nærfötum þar sem hún sýndi línurnar á meðan hún klæddi sig í gráan bómullargalla í nokkrum skrefum. Margir sögðu árangurinn áberandi góðan og töldu margir hana nánast óþekkjanlega, svo vel liti hún út.

„Ég sé það í rauninni ekki. Þeir sem þekkja náttúrulegt þyngdartap vita að það gerist ekkert jafnhægt í heiminum og þú tekur ekki eftir fyrr en þú tekur virkilega eftir því,“ er haft eftir Lizzo. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá. 

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

Jákvæð líkamsímynd

Lizzo hefur lengi verið talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og segist í gegnum tíðina hafa borið aukakílóin sín stolt. Hins vegar viðurkennir hún að hafa oft borðað of mikið og að ofátinu hafi fylgt vanlíðan.

„Ég er að reyna að minna sjálfa mig á að líkaminn minn þarf næringu. Ef líkami minn á skilið huggun þá á heilinn minn líka skilið að fá huggun,“ segir Lizzo í myndskeiði sem sjá má á Instagram-reikningi hennar. Þar hvatti hún sjálfa sig og aðra áfram í baráttunni við aukakílóin með sjálfsást og mildi að vopni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir