Tökur á Hollywood-mynd hafnar í Höfða

Tökur við Höfða í fullum gangi, nákvæmlega 38 árum eftir …
Tökur við Höfða í fullum gangi, nákvæmlega 38 árum eftir að hinn sögulegi leiðtogafundur fór fram í húsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um þessar mundir fara fram tökur á kvikmyndinni Reykjavik: A Cold War Saga í hinu sögufræga húsnæði Höfða. Kvikmyndaleikararnir Jeff Daniels (The Martian og Dumb and dum­ber) og Jared Harris (Cherno­byl og Mad Men) fara með aðahlutverk myndarinnar. 

Daniels sem Ronald Reag­an, fyrrum forseti Bandaríkjanna og Harris sem Mik­hail Gor­bachev, leiðtogi Sov­ét­ríkj­anna.

Þá mun ósk­ar­sverðlauna­haf­inn J.K. Simmons fara með hlut­verk Georg Shultz, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

Sögulegur leiðtogafundur 

Leiðtogafundurinn í Höfða markaði djúp spor í heimssöguna, en fyrir akkúrat 38 árum, þann 11. október 1986, hittust þeir Reagan og Gorbachev og funduðu dagana 11.-12. október. 

Enga niðurstöðu var að fá á fundinum, sem boðað hafði verið til með skömmum fyrirvara, en báðir aðilar gátu fengu þó upplýsingar mikilvægar upplýsingar um vilja til tilslakana mótherjans. 

Augu heimsins hvíldu á Íslandi þegar Mikhail Gorbatsjov og Ronald …
Augu heimsins hvíldu á Íslandi þegar Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan funduðu í Höfða árið 1986. Nú er verið að gera bíómyndina Reykjavík um leiðtogafundinn en Doorway Casting sá um leikaraskipan. mbl.is/Rax

Michael Russell Gunn leikstýrir myndinni eftir eigin handriti og er það frumraun hans til kvikmyndagerðar í fullri lengd, samkvæmt imdb.com. Gunn fór í mikla rannsóknarvinnu við gerð handritsins sem hófst með viðtali við Shultz utanríkisráðherra áður en hann lést.

Meðframleiðandi er John Logan Pierson.

Þessi ljósmynd var tekin í morgun þegar tökulið var að …
Þessi ljósmynd var tekin í morgun þegar tökulið var að gera sig klárt. Ljósmynd/Aðsend
Leikstjóri og handritshöfundur er Michael Russell Gunn og meðframleiðandi er …
Leikstjóri og handritshöfundur er Michael Russell Gunn og meðframleiðandi er John Logan Pierson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan