Um þessar mundir fara fram tökur á kvikmyndinni Reykjavik: A Cold War Saga í hinu sögufræga húsnæði Höfða. Kvikmyndaleikararnir Jeff Daniels (The Martian og Dumb and dumber) og Jared Harris (Chernobyl og Mad Men) fara með aðahlutverk myndarinnar.
Daniels sem Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkjanna og Harris sem Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna.
Þá mun óskarsverðlaunahafinn J.K. Simmons fara með hlutverk Georg Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Leiðtogafundurinn í Höfða markaði djúp spor í heimssöguna, en fyrir akkúrat 38 árum, þann 11. október 1986, hittust þeir Reagan og Gorbachev og funduðu dagana 11.-12. október.
Enga niðurstöðu var að fá á fundinum, sem boðað hafði verið til með skömmum fyrirvara, en báðir aðilar gátu fengu þó upplýsingar mikilvægar upplýsingar um vilja til tilslakana mótherjans.
Michael Russell Gunn leikstýrir myndinni eftir eigin handriti og er það frumraun hans til kvikmyndagerðar í fullri lengd, samkvæmt imdb.com. Gunn fór í mikla rannsóknarvinnu við gerð handritsins sem hófst með viðtali við Shultz utanríkisráðherra áður en hann lést.
Meðframleiðandi er John Logan Pierson.