Dóu í sama svefnherberginu

Curzon Place 9 í Mayfair árið 2012. Íbúðin alræmda er …
Curzon Place 9 í Mayfair árið 2012. Íbúðin alræmda er efst til vinstri.

Rokkstjörnurnar Keith Moon og Mama Cass Elliot létust ekki bara í sömu íbúðinni í Lundúnum, heldur í sama herberginu, með fjögurra ára millibili, 1974 og 1978. Bæði voru þau 32 ára.

Bandaríski tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Harry Nilsson var á báðum áttum þegar til tals kom að Keith Moon, trymbill rokkbandsins The Who, myndi leigja af honum litla íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi við Curzon Place 9 í Mayfair-hverfinu í Lundúnum sumarið 1978.

Mama Cass Elliot, úr The Mamas and the Papas.
Mama Cass Elliot, úr The Mamas and the Papas. Wikimedia


Moon var þekktur fyrir villt líferni sitt og óhóflega drykkju og lyfjanotkun, auk þess sem Nilsson þótti óþægilegt að fræg manneskja hafði þegar borið beinin í íbúðinni, Mama Cass Elliot úr þjóðlagarokkbandinu The Mamas and the Papas, fjórum árum áður. Pete Townshend, gítarleikari The Who, á hins vegar að hafa róað taugar leigusalans með þeim orðum að eldingu lysti aldrei niður tvisvar á sama stað.

Það gerðist þó og fáeinum vikum síðar var Moon allur. Hann lést í svefnherbergi íbúðarinnar 7. september, á sama stað og Mama Cass hafði skilið við 29. júlí 1974. Það sem meira var, þau voru bæði 32 ára að aldri.

Keith Moon, trymbill The Who.
Keith Moon, trymbill The Who. Wikimedia


Andlát þeirra bar þó að með ólíkum hætti. Banamein Mama Cass var hjartaáfall sem mögulega tengdist heilsu hennar en hún hafði lengi glímt við offitu. Moon lést hins vegar úr ofskammti lyfsins Heminevrin sem draga á úr áfengisfráhvörfum en það getur verið lífshættulegt sé því blandað saman við alkóhól. Moon var á þessum tíma mjög illa farinn vegna ofneyslu áfengis og lyfja. 

Nánar er fjallað um þetta óvenjulega mál í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meira úr hlutunum en nauðsynlegt er áður en þú veist alla málavöxtu. Skyldan kallar svo þú þarft að gera þitt besta í stöðunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meira úr hlutunum en nauðsynlegt er áður en þú veist alla málavöxtu. Skyldan kallar svo þú þarft að gera þitt besta í stöðunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam