Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn á Hótel Selfossi í dag.
Fundurinn var bryjaði klukkan 13 og var opinn öllum til að byrja með. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpaði flokksmenn rétt eftir klukkan eitt, en að ræðu hans lokinni var gert hlé á fundinum. Eftir hléið gátu einungis fulltrúar í flokksráði setið fundinn.
Meðal þeirra sem létu sig ekki vanta á fundinn voru Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, Bergþór Ólason þingmaður og Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður.
Sigmundur Sigurgeirsson, fréttaritari mbl.is, var á staðnum og fangaði stemninguna.