Sársaukafullt að upplifa svona grimmd

Saoirse Ronan er einnig einn af framleiðendum The Outrun.
Saoirse Ronan er einnig einn af framleiðendum The Outrun. AFP/Henry Nicholls

„Ég hef aldrei þurft að gera þetta með persónu áður, það er að verða svona grimm og illkvittin,“ segir írska leikkonan Saoirse Ronan um hlutverk sitt í myndinni The Outrun, sem frumsýnd var á dögunum. 

Hún leikur þar unga konu sem keyrir sig í þrot með óhóflegri drykkju í Lundúnum og leitar sér aðstoðar. Að lokinni meðferð snýr hún aftur til æskustöðvanna á Orkneyjum en gengur illa að koma aftur undir sig fótunum. Leikstjóri er hin þýska Nora Fingscheidt en byggt er á samnefndum endurminningum Amyjar Liptrot frá 2016, þar sem höfundur berskjaldar sig mjög hressilega. 

Í mestu veikindunum tók grimmdin völdin í lífi Amyjar og Fingscheidt lagði hart að Ronan að kafa djúpt í því sambandi enda gengur Rona, eins og karakterinn heitir í myndinni, mjög nærri sínum nánustu.

Fyrir trúðverðugleikann

„En maður verður bara að hugsa með sér: Gott og vel, ég er að gera þetta fyrir trúverðugleikann og af virðingu við líf Amyjar. Á vissan hátt var líka í þessu fólgin meiri virðing gagnvart fólkinu sem varð fyrir barðinu á veikindum hennar. Ég hef reynt svona grimmd og illsku á eigin skinni og það er ótrúlega sársaukafullt. Ef gera átti þessari sögu almennileg skil, þá varð að fara alla leið,“ segir Ronan við AP.

Hún kveðst ekki sannfærð um að hún hefði ráðið við þetta hlutverk fyrir fáeinum árum. „En vegna þess að ég er svo hamingjusöm og örugg í mínu eigin lífi hafði ég faglegar forsendur og var reiðubúin að leika persónu sem er eins subbuleg og aftengd og hún. Ég var meira en tilbúin að hella mér í verkefnið án þess að vita hvernig karakterinn myndi verða.“

Nánar er fjallað um The Outrun í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, eins aðra mynd sem Ronan leikur í og frumsýnd verður á næstunni, Blitz eftir Steve McQueen. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Slakaðu á, þú veist að þú ert frábær. Samræður innan fjölskyldunnar eru dýpri en endranær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Slakaðu á, þú veist að þú ert frábær. Samræður innan fjölskyldunnar eru dýpri en endranær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam