Hver ætli leiki Kristin?

Julian Assange og Kristinn Hrafnsson stinga saman nefjum.
Julian Assange og Kristinn Hrafnsson stinga saman nefjum. AFP/Frederick Florin

„Hann var ekki með í ráðum en veit af þessu,“ segir ástralska leikritaskáldið Patricia Cornelius um verk sitt Sannleikur eða Truth sem fjallar um Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Frumsýning er fyrirhuguð í Malthouse-leikhúsinu í Melbourne í febrúar næstkomandi.

Að sögn Cornelius var það með ráðum gert að halda Assange fyrir utan handritsvinnuna, hún vildi verja sjálfstæði sitt. Sannleikur fjallar um líf og störf Assange og í verkinu veltir höfundur fyrir sér frjálsu flæði upplýsinga, tilhneigingunni til að þagga niður í uppljóstrurum og öðru sem snýr að starfsemi WikiLeaks.

Einnig er komið inn á dvöl Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum og fangavist hans í sömu borg áður en hann komst að samkomulagi við bandarísk stjórnvöld og gat á ný um frjálst höfuð strokið.

Ekki liggur fyrir hver kemur til með að leika Kristin Hrafnsson, ritstjóra WikiLeaks, ef hann er þá persóna í verkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan