Skoski plötusnúðurinn og framleiðandinn Jack Revill, betur þekktur sem Jackmaster, lést á laugadagsmorgun eftir að hafa hlotið höfuðáverka á spænsku eyjunni Ibiza.
Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Revill var 38 ára. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans segir að hún sé harmi lostinn.
Revil spilaði á nokkrum af frægustu klúbbum og hátíðum heims. Auk þess stofnaði hann plötuútgáfuna Numbers.