Trine Dyrholm alsæl með dvölina á Íslandi

Trine var dugleg að taka myndir á bak við tjöldin.
Trine var dugleg að taka myndir á bak við tjöldin. Samsett mynd

Danska leik- og söngkonan Trine Dyrholm var búsett á Íslandi í þrjá mánuði á meðan tökur á sjónvarpsþáttaröðinni The Danish Woman stóðu yfir.

Leikkonan, sem er vel þekkt í heimalandi sínu og víðar, gaf fylgjendum sínum á Instagram skemmtilega innsýn í lífið á tökusetti á sunnudag stuttu eftir að tökum á þáttaröðinni lauk.

Í færslunni fer Trine fögrum orðum um leikstjóra The Danish Woman, Benedikt Erlingsson, og þakkar einnig meðleikurum sínum og starfsliði hjartanlega fyrir ómetanlegar stundir.

„Þá er tökum lokið á The Danish Woman. Þrír mánuðir á Íslandi - 54 tökudagar. Ótrúleg upplifun. Villt, krefjandi, geggjuð, skemmtileg og falleg.

Takk kærlega fyrir allt Benedikt Erlingsson. Þú ert mjög hvetjandi leikstjóri og frábær maður. Ég vil einnig þakka hinu frábæra og hæfileikaríka liði leikara og mannskaps. Ég skemmti mér konunglega með ykkur öllum og get vart beðið eftir að þessi sjónvarpsþáttaröð verði frumsýnd,“ skrifar Trine meðal annars við myndaseríuna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu gætur á fjármálunum og vertu óhræddur við að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Spjallaðu við fyndnustu manneskju sem þú þekkir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu gætur á fjármálunum og vertu óhræddur við að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Spjallaðu við fyndnustu manneskju sem þú þekkir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Birgitta H. Halldórsdóttir