Afsökunarbeiðni vegna misnotkunar átakanleg fyrir Erik Menendez

Bræðurnir Erik og Lyle Menendez voru sakfelldir fyrir morðið á …
Bræðurnir Erik og Lyle Menendez voru sakfelldir fyrir morðið á foreldrum sínum árið 1996. Skjáskot/Youtube

Í heimildamyndinni The Menendez Brothers bregst Erik við afsökunarbeiðni bróður síns, Lyle. Sá síðarnefndi baðst afsökunar yfir að hafa misnotað Erik þegar þeir voru ungir.

Heimildamyndin kom út í október á Netflix í kjölfar leiknu þáttaraðarinnar Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, um mál Menendez-bræðranna, sem kom út á streymisveitunni í september.

Í þáttaröðinni er áhorfendum veitt innsýn inn líf þeirra bræðra og hrottalegt morðið á foreldrum þeirra, Kitty og José Menendez, sem þeir voru sakfelldir fyrir árið 1996. 

Kitty og José voru myrt árið 1989 en réttarhöldin yfir bræðrunum hófust 1993 þar sem bræðurnir greindu frá því að hafa verið misnotaðir af föður sínum og misnotkunin hafi verið orsök þess að þeir myrtu báða foreldra sína.

Málið skók Bandaríkin á 10. áratugnum.

Réttarhöldin yfir Menendez-bræðrunum tóku þrjú ár og hlutu þeir hvor …
Réttarhöldin yfir Menendez-bræðrunum tóku þrjú ár og hlutu þeir hvor um sig lífstíðardóm. Skjáskot/Youtube

Lyle, sem er eldri bróðirinn, greindi frá því að misnotkun föður hans hafi orðið til þess að hann sjálfur misnotaði yngri bróður sinn, Erik, þegar þeir voru unglingar. 

Hann baðst afsökunar í vitnastúkunni í fyrstu réttarhöldunum eftir að þeir voru ákærðir fyrir morðið á foreldrum sínum.

Nú öllum þessum árum seinna segir hinn 53 ára Erik í heimildarmyndinni að augnablikið þegar Lyle baðst afsökunar hafi verið sérstaklega átakanlegt fyrir hann. Enn fremur segir Erik hve mikið hann hafi elskað móður sína og að hann sé fullur sektarkenndar yfir dauða hennar.

Bræðurnir fengu lífstíðardóm en eftir að málið var dregið fram í dagsljósið á ný á Netflix hefur vaknað áhugi Vestanhafs á endurupptöku þess. 

Fréttin á vef E News.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir