Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er látinn 31 árs að aldri eftir að hafa fallið niður af þriðju hæð á hóteli í Buenos Aires í Argentínu.
Payne er þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni One Direction.
Argentíska lögreglan greindi frá þessu í yfirlýsingu.
„Liam James Payne, tónskáld og gítarleikari, fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar One Direction, lést í dag eftir að hann féll fram af þriðju hæð á hóteli í Palermo,“ sagði í yfirlýsingunni.
Payne sást á tónleikum Niall Horan, sem var einnig í One Direction, í Argentínu 2. október.
Lögreglan rannsakar nú hvort um slys eða mögulegt sjálfsvíg var að ræða.
Lögreglunni barst tilkynning fyrr í dag um árásargjarnan mann sem var mögulega undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Er lögregla kom á vettvang fannst lík Payne.
Payne hefur greint opinskátt frá erfiðleikum sínum vegna áfengisfíknar.
Hann á sjö ára gamlan son með söngkonunni og sjónvarpskonunni Cheryl.
Uppfært: