Liam Payne er látinn

Liam Payne árið 2020.
Liam Payne árið 2020. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er látinn 31 árs að aldri eftir að hafa fallið niður af þriðju hæð á hóteli í Buenos Aires í Argentínu.

Payne er þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni One Direction. 

Argentíska lögreglan greindi frá þessu í yfirlýsingu. 

„Liam James Payne, tónskáld og gítarleikari, fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar One Direction, lést í dag eftir að hann féll fram af þriðju hæð á hóteli í Palermo,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Payne sást á tónleikum Niall Horan, sem var einnig í One Direction, í Argentínu 2. október. 

Breska hljómsveitin One Direction árið 2015.
Breska hljómsveitin One Direction árið 2015. AFP

Rannsaka andlátið 

Lögreglan rannsakar nú hvort um slys eða mögulegt sjálfsvíg var að ræða. 

Lögreglunni barst tilkynning fyrr í dag um árásargjarnan mann sem var mögulega undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. 

Er lögregla kom á vettvang fannst lík Payne. 

Payne hefur greint opinskátt frá erfiðleikum sínum vegna áfengisfíknar. 

Hann á sjö ára gaml­an son með söng­kon­unni og sjón­varps­kon­unni Cheryl.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir