Ian McKellen djammaði með hálfnöktum karlmönnum

Ian McKellen hefur gaman af lífinu.
Ian McKellen hefur gaman af lífinu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Breski leikarinn Sir Ian McKellen er ekki dauður úr öllum æðum.

McKellen, sem er 85 ára, sást djamma og djúsa á sérstökum „men only” viðburði (e. London’s Beefiest Club Night) á skemmtistaðnum Roast í Norður-Lundúnum á laugardagskvöldið. Leikarinn var umvafinn hálfnöktum karlmönnum og naut sín á dansgólfinu að sögn viðstaddra.

Mynd af McKellen var deilt á samfélagsmiðlasíðunni X og fór líkt og eldur í sinu um netheima, en á myndinni er leikarinn skælbrosandi á milli tveggja ungra karlmanna sem báðir eru berir að ofan.

McKellen, best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við The Lord of the Rings, X-Men, og The Da Vinci Code, kom út úr skápnum árið 1988, þá 48 ára gamall. Hann hefur verið ötull talsmaður fyrir réttindum LGBTQIA+-fólks og fjallað opinskátt um kynhneigð sína og líðan eftir að hafa komið út úr skápnum.

McKellen var í stuði.
McKellen var í stuði. Skjáskot/X
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eða ekki, þá þarftu að markaðssetja hæfileika þína. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Emil Hjörvar Petersen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eða ekki, þá þarftu að markaðssetja hæfileika þína. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Emil Hjörvar Petersen