Verkin endurspegla sálarástandið

„Ég verð að játa að þetta er mikill heiður og …
„Ég verð að játa að þetta er mikill heiður og gaman að fá þetta tækifæri. Satt að segja kom það mér á óvart að ég skyldi vera valinn því mér finnst ég svolítið hafa svikið lit með því að vera sífellt að skrifa bækur.“ mbl.is/Anton Brink

„Lista­safnið sá um valið á verk­un­um sem verða til sýn­is. Það hentaði mér vel því ég hefði ekki getað valið þetta sjálf­ur. Ég var í skrán­ing­ar­starfi all­an fe­brú­ar og tók ljós­mynd­ir af öll­um verk­un­um sem eru hér á vinnu­stof­unni og skráði stærðir og ár­töl. Ég sendi þeim svo list­ann, og líka yfir þau verk sem ég tel vera lyk­il­verk sem og lista yfir verk í eigu safna eða úti í bæ hjá fólki,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son innt­ur eft­ir því hvort erfitt hafi verið að velja verk fyr­ir yf­ir­lits­sýn­ingu hans Usla sem verður opnuð á Kjar­vals­stöðum á laug­ar­dag­inn, hinn 19. októ­ber.

Seg­ir á vef Lista­safns Reykja­vík­ur að á sýn­ing­unni verði sjón­um beint að höf­und­ar­verki mynd­list­ar­manns­ins Hall­gríms, sem sé raun­ar ekki síður þekkt­ur fyr­ir ritstörf og sam­fé­lagsrýni en inn­an mynd­list­ar­inn­ar hafi sagnamaður­inn valið sér mál­verkið og teikn­ing­una sem tján­ing­ar­form.

Er hann átt­undi listamaður­inn sem val­inn er til þátt­töku í sýn­ingaröð safns­ins á Kjar­vals­stöðum, þar sem farið er yfir fer­il lyk­il­per­sóna í ís­lensku list­a­lífi. Blaðamaður sett­ist niður með Hall­grími á vinnu­stofu hans úti á Granda og fékk að for­vitn­ast nán­ar um sýn­ing­una sem og nýj­ustu bók hans, Sex­tíu kíló af sunnu­dög­um, sem vænt­an­leg er í hill­ur bóka­versl­ana í næstu viku.

Fór í rann­sókn­ar­leiðang­ur

Vinnu­stofa Hall­gríms er björt og þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Þar má sjá lit­rík og fjöl­breytt verk eft­ir hann uppi á veggj­um, á trön­um og í stór­um bunk­um hér og þar en auðséð er þó að þarna hef­ur ekki ein­ung­is mynd­list­armaður­inn Hall­grím­ur vinnuaðstöðu held­ur hliðarsjálfið hans líka, rit­höf­und­ur­inn, því í rým­inu má finna veg­lega og flotta bóka­hillu sem prýða hinir ýmsu titl­ar.

„Verk­in mín fyr­ir sýn­ing­una voru sótt í gær en það er alltaf jafn góð til­finn­ing þegar þau fara úr húsi, það létti al­deil­is til í stúd­íó­inu,“ seg­ir Hall­grím­ur og bæt­ir því við að hann sakni þó þriggja verka sem ekki hafi komið í leit­irn­ar þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. „Þau voru seld á sín­um tíma. Eitt þeirra hékk lengi vel uppi á Gauk á Stöng en ég talaði við um þrett­án eig­end­ur að staðnum í leit minni að því,“ seg­ir hann og hlær.

„Það er kannski erfitt að lýsa því sjálfur en mér …
„Það er kannski erfitt að lýsa því sjálf­ur en mér líður nú samt stund­um eins og ljós­mynd sem er enn að fram­kall­ast, sem er auðvitað gott. Ef maður held­ur ekki áfram að þró­ast þá er það bara dauði.“ mbl.is/​Ant­on Brink

„Ég var eins og rann­sókn­ar­lög­regla en að lok­um náði ég manni sem var við veiðar í Am­er­íku sem sagðist hafa selt verkið árið 2008 í Ramm­a­miðstöðinni í Síðumúla. Þá lá leið mín í Síðumúl­ann en Sig­urður sem rek­ur hana mundi ekki hverj­um hann seldi verkið og þar við sit­ur.“

Seg­ist Hall­grím­ur þó feg­inn að hafa heyrt að verkið lægi ekki á ein­hverj­um lag­er eða hefði brunnið. „Það væri gam­an að sjá það aft­ur en verkið heit­ir „Garden of Late Excuses“ eða „Garður hinna síðbúnu af­sak­ana“. Það var málað 1985, fant­asíu­verk sem ég var mjög ánægður með.“

Lík­ir álag­inu við barna­af­mæli

Aðspurður hvaða þýðingu það hafi fyr­ir hann sem lista­mann að fá boð um að halda slíka yf­ir­lits­sýn­ingu seg­ist Hall­grím­ur ekki hafa átt von á því.

„Ég verð að játa að þetta er mik­ill heiður og gam­an að fá þetta tæki­færi. Satt að segja kom það mér á óvart að ég skyldi vera val­inn því mér finnst ég svo­lítið hafa svikið lit með því að vera sí­fellt að skrifa bæk­ur. Ég var aktífari í mynd­list­inni í byrj­un en svo varð þetta 50/​50, skrif­in og mál­verk­in, síðan 90/​10 eða 90% skrif. Á seinni árum, ekki síst í covid, komu mál­verk­in ein­hvern veg­inn til baka til mín og þá var ég til­bú­inn í þetta,“ seg­ir hann.

„Það er búið að vera mikið álag að sinna þessu síðastliðið ár, eða allt frá því að þetta var til­kynnt, sem og að vera að klára svona mikla skáld­sögu. Mér líður svona eins og ég sé bú­inn að vera að halda barna­af­mæli á hverj­um degi í heilt ár,“ seg­ir Hall­grím­ur svo við skell­um bæði upp úr. „Því barna­af­mæli eru jú það erfiðasta sem maður ger­ir í nú­tíma­líf­inu.“

Ljósmyndari brá á leik með Hallgrími á vinnustofu hans.
Ljós­mynd­ari brá á leik með Hall­grími á vinnu­stofu hans. mbl.is/​Ant­on Brink

Svar­ar deg­in­um með já-i

Eft­ir stutta sam­veru með Hall­grími er óhjá­kvæmi­legt að sjá og heyra að hann er já­kvæður maður að eðlis­fari enda seg­ir hann lífið hafa kennt sér að sjá tæki­fær­in frek­ar en læst­ar dyr.

„Ég reyni að nýta líka áföll til já­kvæðra hluta en ég hef lent í tveim­ur skilnuðum og alls kon­ar áföll­um. Við misst­um barna­barn í fæðingu og maður er bú­inn að lenda í ótrú­leg­um hlut­um sem geta annaðhvort brotið mann eða skilað manni á nýja staði og ef maður nær að sigr­ast á þess­um áföll­um þá kem­ur maður bæði reynsl­unni rík­ari út og sterk­ari. Allt þetta hef­ur maður í huga á hverj­um morgni þegar maður vakn­ar, að svara deg­in­um með já-i.“

En skyldi Hall­grím­ur þá að ein­hverju leyti hafa nýtt mynd­list­ina til að mála sig í gegn­um þau erfiðu verk­efni sem hann hef­ur fengið í fangið?

„Já, maður sér svo margt í nýju ljósi þegar litið er um öxl en ég trúði því alltaf að maður ætti ekki að líta til baka, held­ur bara halda áfram. En svo neyðist ég nú til að líta yfir far­inn veg og horf­ast í augu við göm­ul verk. Í sum­um verk­un­um skildi ég ekki al­veg hvert ég væri að fara en ég sé það bet­ur núna.“

Á hann þar meðal ann­ars við þær mynd­ir sem hann málaði eft­ir að hann var ný­skil­inn og í ástarsorg. „Þetta blas­ir al­veg við í dag. Það má lesa áfalla­sögu mína í gegn­um sum verk­in því þau end­ur­spegla mörg sál­ar­ástand manns. Mál­verk­in eru kannski skyld­ari ljóðlist­inni að þessu leyti því maður gríp­ur alltaf til ljóða í neyð, þegar ein­hver deyr eða skil­ur við mann eða maður er ný­lega orðinn ást­fang­inn. Þá er ljóðið alltaf fyrsta tján­ing­in, það bregst aldrei á ör­laga­stundu. Ég hef ekki skrifað mikið um sjálf­an mig í skáld­sög­un­um en oft tjáð líðan mína í ljóðum og mál­verki.“

Eftir stutta samveru með Hallgrími er óhjákvæmilegt að sjá og …
Eft­ir stutta sam­veru með Hall­grími er óhjá­kvæmi­legt að sjá og heyra að hann er já­kvæður maður að eðlis­fari enda seg­ir hann lífið hafa kennt sér að sjá tæki­fær­in frek­ar en læst­ar dyr. mbl.is/​Ant­on Brink

Spurður út í það hvort hann sé þá stöðugt að þró­ast sem mynd­list­armaður seg­ir hann flókið að svara því.

„Það er kannski erfitt að lýsa því sjálf­ur en mér líður nú samt stund­um eins og ljós­mynd sem er enn að fram­kall­ast, sem er auðvitað gott. Ef maður held­ur ekki áfram að þró­ast þá er það bara dauði. Al­geng­asti fer­ill­inn í mynd­list í dag er að þú nærð að þróa ein­hvern stíl fyr­ir þrítugt og svo held­ur þú þig bara við hann. Því þá ertu orðinn fræg­ur fyr­ir þenn­an stíl og mátt ekki fara að gera eitt­hvað annað. Þetta átti ég alltaf mjög erfitt með því mér fannst það vera svo mik­il stöðnun. Það er mik­il­vægt að eiga sína „frægð“ sjálf­ur og varðveita frelsi sitt,“ út­skýr­ir hann.

Viðtalið í heild sinni má lesa á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka