„Við biðjum um frið til að syrgja“

Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 …
Liam Payne, einn meðlima One Direction, er látinn aðeins 31 árs gamall. ANGELA WEISS / AFP

Fjölskylda breska tónlistarmannsins Liam Payne er harmi slegin vegna óvænts andláts söngstjörnunnar í argentínsku borginni Buenos Aires á miðvikudag. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldunni sem send var á fjölmiðla í dag.

„Liam mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð og við munum minnast hans sem góðlátlegrar og hugrakkrar sálar. Við biðjum um frið til að syrgja.“

Payne, sonur Geoff og Karen Payne, var yngstur þriggja systkina.

Söngvarinn, sem var 31 árs gamall, lætur eftir sig sjö ára gamlan son sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Tweedy, best þekkt úr stúlknasveitinni Girls Aloud.

BBC

Liam Payne ásamt eldri systrum sínum.
Liam Payne ásamt eldri systrum sínum. Skjáskot/Instagram
Payne ásamt fjölskyldu sinni.
Payne ásamt fjölskyldu sinni. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar