19 ára og nældi sér í eldri konu

Beckham fann ástina í örmum eldri konu.
Beckham fann ástina í örmum eldri konu. Samsett mynd

Yngsti sonur Beckham-hjónanna, hinn 19 ára gamli Cruz, er kominn með kærustu. Sú heppna heitir Jackie Apostel og er brasilísk söngkona. Parið var myndað í bak og fyrir þegar það sást spandera peningum á vinsælli verslunargötu í Beverly Hills á þriðjudag.

Ástin skein af parinu sem gekk hönd í hönd niður verslunargötuna og stoppaði reglulega til að kyssast.

Fyrst heyrðist af sambandi Beckham og Apostel, sem er sögð vera 11 árum eldri en sonur stjörnuhjónanna David og Victoriu Beckham, í sumar þegar þau sáust kyssast á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Somerset á Englandi síðla júnímánaðar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um líkindi Apostel og móður Beckham, söngkonuna og fatahönnuðinn Victoriu Beckham, en mörgum þykir nýja kærastan skuggalega lík fyrrverandi Spice Girls-meðlimnum. Apostel, líkt og móðir Beckham, gerði garðinn frægan með stúlknasveit, en Apostel var meðlimur í poppsveitinni Schutz Band.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar