Cheryl um dauða Paynes: Ólýsanlega sársaukafullt

Cheryl og Liam Payne voru saman frá 2016-2018. Saman eiga …
Cheryl og Liam Payne voru saman frá 2016-2018. Saman eiga þau soninn Bear. AFP

Fyrrverandi maki söngvarans Liams Paynes, Girls Aloud-söngkonan Cheryl, segir dauða hans ólýsanlega sársaukafullan. 

Í færslu á Instagram-reikningi sínum segir Cheryl umfjöllun fjölmiðla um dauða Paynes til skammar. 

„Á meðan ég reyni að komast í gegnum þennan hrikalega atburð og fara í gegnum mitt sorgarferli á þessum ólýsanlega sársaukafulla tíma langar mig að minna alla á að við höfum misst manneskju.“

Getur ekki verndað soninn frá umfjöllun

Sjö ára sonur þeirra þurfi að horfast í augu við þann raunveruleika að sjá aldrei föður sinn aftur. Hana hrylli við því að hann muni framtíðinni getað nálgast andstyggilega umfjöllun fjölmiðla um dauða föður síns. 

„Það hryggir mig enn frekar að ég muni ekki getað verndað hann fyrir því í framtíðinni. 

Payne lést aðeins 31 árs að aldri eftir fall af svölum á hótelherbergi í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. 

Cheryl og Payne voru í sambandi á árunum 2016 til 2018 og eiga soninn Bear saman. 

View this post on Instagram

A post shared by Cheryl (@cherylofficial)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach