Þessi skrifa Áramótaskaupið í ár

Sex af sjö höfundum Áramótaskaupsins í ár: Sveinn Ólafur, Hugleikur, …
Sex af sjö höfundum Áramótaskaupsins í ár: Sveinn Ólafur, Hugleikur, Ólafur, María, Friðgeir og Katla Margrét. Á myndina vanta Salvöru Gullbrá sem var önnum kafin við skrif á öðrum vettvangi. Ljósmynd/Ragnar Visage

María Reyn­dal er yf­ir­höf­und­ur og leik­stjóri Ára­móta­s­kaups­ins 2024. Meðhöf­und­ar henn­ar eru þau Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir, Friðgeir Ein­ars­son, Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir, Sveinn Ólaf­ur Gunn­ars­son, Ólaf­ur Ásgeirs­son og Hug­leik­ur Dags­son.

María hef­ur verið með af­kasta­mestu höf­und­um okk­ar á liðnum árum og skrifað hand­rit og leik­stýrt fyr­ir leik­hús, út­varp og sjón­varp. Hún skrifaði t.d. verðlauna­leik­rit­in Sól­ey Rós ræsti­tækn­ir, Er ég mamma mín og Með Guð í vas­an­um, leik­stýrði og skrifaði út­varps­leik­ritið og síðan sjón­varps­mynd­ina Mannasiði og var einn leik­stjóra sjón­varpsþátt­araðar­inn­ar Ver­búðin. Jafn­framt var hún meðal hand­rits­höf­unda grín- og gam­anþátt­anna Stelp­urn­ar, Ástríður og Ríkið. Nú tek­ur María í annað sinn þátt í að skrifa skaupið og seg­ist spennt fyr­ir verk­efn­inu. 

„Það er heiður að fá að tala beint við þjóðina í þess­um vin­sæl­asta sjón­varpsþætti lands­manna. Við erum búin að fara í gegn­um margt á ár­inu og þarna höf­um við tæki­færi til að sam­ein­ast og spegla okk­ur sjálf og gleðjast sam­an. Skaupið á að vera fyr­ir alla ald­urs­hópa, þver­póli­tískt og tikka í öll box sem er að sjálf­sögðu ómögu­legt. Og nú var nátt­úr­lega allt að fara af stað í póli­tík­inni sem við hlökk­um til að tak­ast á við í hand­rits­vinn­unni, hóp­ur­inn þarf held­ur bet­ur að vera á tán­um þessa dag­ana,“ seg­ir María og bros­ir. „Sem bet­ur fer er ég að vinna með framúrsk­ar­andi fólki og við erum öll að vanda okk­ur í vinn­unni og hlæj­um mikið,“ bæt­ir María við og skelli­hlær.

Teymið sam­sett af efni­legu hæfi­leika­fólki

Skrifteymið er afar fjöl­breytt og vand­lega sam­sett af efni­legu hæfi­leika­fólki í bland við ann­álaða reynslu­bolta í hand­rits­skrif­um, uppist­andi og ann­ars kon­ar fram­leiðslu á gríni.

Friðgeir Ein­ars­son er leik­ari, rit­höf­und­ur og leik­skáld sem hef­ur bæði einn síns liðs og með hinum ann­álaða leik­hópi Kriðpleir skrifað og leikið í fjölda verka fyr­ir leik­svið og Útvarps­leik­húsið. Hann er að taka þátt í gerð Skaups­ins í annað sinn.

Hug­leik­ur Dags­son skop­mynda­teikn­ari er Íslend­ing­um að góðu kunn­ur en hann er vel þekkt­ur fyr­ir uppistand og hand­rita­skrif. Hug­leik­ur er nú í sjötta sinn í hand­rit­steymi skaups­ins.

Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir er ein ást­sæl­asta gam­an­leik­kona lands­ins. Hún hef­ur komið víða við og er nú í hand­rit­steymi skaups­ins í sjö­unda skipti. Líkt og María var hún einn hand­rits­höf­unda Stelpn­anna, gam­anserí­unn­ar Ástríður og sketsaserí­unn­ar Ríkið.

Sal­vör Gull­brá út­skrifaðist frá Sviðslista­braut LHÍ 2019 og hef­ur síðan komið víða við í leik­stjórn, hand­rita­skrif­um og uppist­andi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tek­ur þátt í að skrifa skaupið marg­fræga.

Sveinn Ólaf­ur Gunn­ars­son, leik­ari og hand­rits­höf­und­ur, hef­ur getið sér gott orð í leik­húsi og kvik­mynd­um. Hann hef­ur nú í aukn­um mæli snúið sér að hand­rita­skrif­um. Hann skrifaði m.a. hand­rit sýn­ing­ar­inn­ar Óbæri­leg­ur létt­leiki knatt­spyrn­unn­ar ásamt Ólafi Ásgeirs­syni en þeir fé­lag­ar eru báðir í hand­rit­steymi skaups­ins í ár. Ólaf­ur er einnig leik­ari en hann hef­ur kennt spuna­tækni og starfað með Improv Ísland-spuna­hópn­um í mörg ár.

Fram­leiðandi skaups­ins í ár er Ingimar Guðbjarts­son en hann hef­ur meðal ann­ars komið að fram­leiðslu kvik­mynd­anna Snert­ing og Nort­hern Com­fort auk annarra verka. Hann var fram­kvæmd­ar­stjóri við tök­ur á Ára­móta­s­kaup­inu 2018.

Mik­il ánægja með hóp­inn

Skarp­héðinn Guðmunds­son, dag­skrár­stjóri sjón­varps­ins, er hæst­ánægður með hóp­inn sem ger­ir skaupið í ár.

„Við finn­um auðvitað fyr­ir press­unni sem fylg­ir því að búa til grín sem nán­ast all­ir lands­menn bíða spennt­ir eft­ir um hver ára­mót. Þess vegna leggj­um við áherslu á að kalla ár­lega til okk­ar allra fram­bæri­leg­asta fólkið á grín- og leik­sviðinu, hæfi­leika­fólk með eins breiðan og ólík­an bak­grunn og kost­ur er. Við erum þess full­viss að það hafi enn og aft­ur tek­ist í ár,“ seg­ir Skarp­héðinn. Hóp­ur­inn er nú önn­um kaf­inn við skrift­ir en tök­ur hefjast í nóv­em­ber og þá klipp­ing og eft­ir­vinnsla svo allt verði klappað og klárt þegar þjóðin sest fyr­ir fram­an sjón­varpið á gaml­árs­kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka