„Vonum að platan hitti í hjartastað“

Kristófer Liljar, Bjartur Logi og Sigurður Jökull eru Kapelludrengir.
Kristófer Liljar, Bjartur Logi og Sigurður Jökull eru Kapelludrengir. Ljósmynd/Aðsend

Það var aldrei planið að gefa saman út plötu en eftir hvatningu frá vinum sínum ákváðu Kristófer Liljar, Sigurður Jökull og Bjartur Logi, Kapelludrengir, að kýla á það. Platan KAPELLUDRENGIR kom út 11. október en á plötunni blanda þeir saman indie-tónlist, electronic-tónlist og anti-poppi.

Lögin eru byggð upp á óhefðbundinn hátt að þeirra sögn, þó að á sama tíma séu þau líka full af nostalgískum tónum.

Þríeykið segir plötuna vera tilraunastarfsemi, tilraun til að finna þeirra hljóm og leið til að tjá sig betur.

„Við erum smá vitleysingar í eðli okkar – en nafnið kom til af því að ég, [Kristófer] Liljar og Siggi bjuggum saman á Kapellustígnum, fólki fannst það eitthvað voða fyndið og fór að kalla okkur þrjá Kapelludrengina,“ segja strákarnir.

Þeir segja Bjart einhvern veginn hafa verið dreginn inn í það af því þeir þrír eyði miklum tíma saman

„Þetta band var aldrei planið, en við erum ótrúlega ánægðir með þá ákvörðun,“ segir Bjartur.

Eins konar sálfræðitímar að skapa tónlist

Hugmyndin að því að skapa tónlist saman kviknaði í desember 2022 þegar þeir fóru saman í tónleikaferð til Boston í Bandaríkjunum.

„Okkar fyrstu session urðu eins konar sálfræðitímar þar sem við vorum allir að ganga í gegnum skrítna tíma þarna. Það varð drifkrafturinn okkar til að mæta stöðugt í stúdíó og skapa tónlist. Það er gaman,“ segir Sigurður.

Strákarnir segja plötuna fjalla um alls konar tilfinningar, flóknar og einfaldar.

„Við vonum að hún hjálpi fólki sem á erfitt, kemst ekki yfir fortíðina eða veit ekki hvert það stefnir í lífinu. Við viljum sýna að ljósið er alltaf nær en maður heldur, og himinninn verður aftur blár,“ segir Kristófer Liljar.

Nostalgían er heldur ekki langt undan. Í laginu Nakinn sækja þeir til dæmis innblástur í gleði barnæskunnar, en í textanum er meðal annars fjallað um vídeóspólu, kók, Prins Póló, Lilo og Stitch.

„Þetta er bara byrjunin hjá okkur, og við vonum að platan hitti í hjartastað,“ segja strákarnir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach