Malik frestar tónleikaferðalagi vegna Payne

Zayn Malik.
Zayn Malik. AFP

Zayn Malik greindi frá því í gær að hann ætli að fresta tónlekaferðalagi sínu um Bandaríkin vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í bresku strákahljómsveitinni One Direction. 

Payne lést á miðvikudag, 31 árs gamall, er hann féll af þriðju hæð hótels í Buenos Aires í Argentínu. 

„Í ljósi þessa hörmulega missis sem ég varð fyrir í vikunni hef ég tekið ákvörðun um að fresta bandaríska hluta Stairway to the Sky tónleikaferðalagsins,“ sagði í tísti Malik. 

Tónleikaferðalagið átti að hefjast í San Francisco á miðvikudag, en því hefur nú verið frestað fram í janúar. 

„Elska ykkur öll og takk fyrir skilninginn.“ 

Á fimmtudag minntist Malik Payne á samfélagsmiðlum. 

„Ég missti bróður þegar þú fórst frá okkur og ég get ekki útskýrt fyrir þér hvað ég gæfi bara til þess að faðma þig í síðasta skipti og kveðja þig almennilega og segja þér að ég elskaði þig og bar mikla virðingu fyrir þér.“

Liam Payne, Niall Horan, Louis Tomlinson, Zayn Malik og Harry …
Liam Payne, Niall Horan, Louis Tomlinson, Zayn Malik og Harry Styles skipuðu sveitina One Direction. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ráð að hugsa um framtíðina og íhuga hvar þú vilt vera eftir fimm ár. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og hafðu fyrir augunum alla daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach