Minnast Liam Payne um allan heim

Frá minningarathöfninni í Lundúnum í dag.
Frá minningarathöfninni í Lundúnum í dag. AFP/Justin Tallis

Aðdáendur Liam Payne um allan heim komu saman í dag til að minnast söngvarans sem lést eftir að hafa fallið niður af þriðju hæð á hóteli í Buenos Aires í Argentínu á miðvikudag. 

Hátt í 1.000 manns komu saman í Hyde Park í Lundúnum til að minnast söngvarans. Þar sungu aðdáendur lög á borð við What Makes You Beautiful eftir bresku hljómsveitina One Direction til að minnast hans.

Payne var einn af fimm meðlimum hljómsveitarinnar ásamt Harry Styles, Niall Horan, Louis Tomlinson og Zayn Malik. 

Aðdáendur komu einnig saman í Skotlandi, Frakklandi og Ástralíu. 

Aðdáendur syrgja Liam.
Aðdáendur syrgja Liam. AFP/Justin Tallis

Lætur eftir sig sjö ára son

„Það er mikið af fólki miður sín og það er gott fyrir okkur að koma saman og vera í kringum þá sem skilja. Mínar uppáhaldsminningar af mér og systrum mínum snúast allar um One Direction,“ sagði Alicia Sinclair, ein af skipuleggjendum minningastundarinnar, í samtali við BBC

Söngvarinn var 31 árs að aldri og lætur eftir sig sjö ára son sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Tweedy, best þekkt úr stúlknasveitinni Girls Aloud. 

Liam var einn af meðlimum One Direction.
Liam var einn af meðlimum One Direction. AFP/Justin Tallis




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson