Hafa haldið í hefðina í hálfa öld

Félagarnir á góðri stundu!
Félagarnir á góðri stundu! Skjáskot/Instagram

Það hefur lengi verið talað um mikilvægi þess að halda í gamlar hefðir þar sem þær séu dásamlegur og dýrmætur arfur.

Vinahópur í Yorkshire komst í fréttirnar á dögunum, en sá hefur svo sannarlega haldið í gamla og góða hefð. Hópurinn, sem inniheldur sex karlmenn á áttræðisaldri, hefur hist og fengið sér bjór á hverjum fimmtudegi síðustu 56 árin.

„Það er mjög, og ég meina mjög, sjaldgæft að við missum af fimmtudegi,” sagði Peter Thirlwall, einn liðsmaður vinahópsins, í samtali við BBC Yorkshire nú á dögunum. „Stundum erum við í burtu í fríi, við ráðum ómögulega við það, en það hefur alls ekki gerst oft í gegnum tíðina að við mætum ekki allir á barinn.”

Hefðin byrjaði á námsárunum

Þessi skemmtilega hefð hófst þegar félagarnir Ken King og Paul Haynes voru ungir námsmenn. Þeir nýttu gjarnan frítíma sinn til að spila golf og fengu sér einn ískaldan að leik loknum. Fljótlega bættist í hópinn og áður en langt um leið var þetta orðið að vikulegri hefð.

Félagarnir segja umræðuefnin hafa breyst með árunum.

„Hér áður fyrr ræddum við um fótbolta og kynlíf en í dag spjöllum við meira um blöðruhálskirtla og eftirlaun,” sagði Thirlwall hlæjandi, umkringdur félögum sínum.

View this post on Instagram

A post shared by BBC News (@bbcnews)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson