Spears giftist sjálfri sér

Britney Spears var klædd í hvítan satínkjól og með slör …
Britney Spears var klædd í hvítan satínkjól og með slör á höfði í myndskeiðinu. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi popp­stjarn­an Brit­ney Spe­ars gift­ist sjálfri sér í gær, sunnu­dag­inn 20. októ­ber, ef marka má færslu henn­ar á sam­fé­lags­miðlasíðunni In­sta­gram.

Spe­ars, sem hef­ur verið nokkuð iðin við að deila held­ur ein­kenni­leg­um mynd­skeiðum af sér á sam­fé­lags­miðlasíðunni síðustu mánuði, greindi frá gleðitíðind­un­um með nýju mynd­skeiði.

Í því er hún klædd í hvít­an satínkjól og með slör á höfði. Spe­ars seg­ir ekk­ert í mynd­skeiðinu en star­ir í mynda­vél­ina og bros­ir.

„Það snjall­asta sem ég hef gert,” skrifaði Spe­ars meðal ann­ars við færsl­una sem hátt í 220.000 manns hafa þegar líkað. 

Er þetta fjórða hjóna­band Spe­ars, ef svo má að orði kom­ast, en hún er þrískil­in.

Spe­ars var gift æsku­vini sín­um, Ja­son Allen Al­ex­and­er, í 55 klukku­stund­ir árið 2004, hjóna­bandið var ógilt. Örfá­um mánuðum síðar gekk hún að eiga dans­ar­ann Kevin Federl­ine. Það hjóna­band ent­ist í þrjú ár. Spe­ars gekk í það heil­aga í þriðja sinn í júní 2022 og þá með fyr­ir­sæt­unni Sam Asghari. Hann sótti um skilnað á síðasta ári og sakaði Spe­ars um fram­hjá­hald.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason