Spears giftist sjálfri sér

Britney Spears var klædd í hvítan satínkjól og með slör …
Britney Spears var klædd í hvítan satínkjól og með slör á höfði í myndskeiðinu. Samsett mynd

Fyrrverandi poppstjarnan Britney Spears giftist sjálfri sér í gær, sunnudaginn 20. október, ef marka má færslu hennar á samfélagsmiðlasíðunni Instagram.

Spears, sem hefur verið nokkuð iðin við að deila heldur einkennilegum myndskeiðum af sér á samfélagsmiðlasíðunni síðustu mánuði, greindi frá gleðitíðindunum með nýju myndskeiði.

Í því er hún klædd í hvítan satínkjól og með slör á höfði. Spears segir ekkert í myndskeiðinu en starir í myndavélina og brosir.

„Það snjallasta sem ég hef gert,” skrifaði Spears meðal annars við færsluna sem hátt í 220.000 manns hafa þegar líkað. 

Er þetta fjórða hjónaband Spears, ef svo má að orði komast, en hún er þrískilin.

Spears var gift æskuvini sínum, Jason Allen Alexander, í 55 klukkustundir árið 2004, hjónabandið var ógilt. Örfáum mánuðum síðar gekk hún að eiga dansarann Kevin Federline. Það hjónaband entist í þrjú ár. Spears gekk í það heilaga í þriðja sinn í júní 2022 og þá með fyrirsætunni Sam Asghari. Hann sótti um skilnað á síðasta ári og sakaði Spears um framhjáhald.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup