Sendiráðsafmæli fagnað í höll

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Friðrik X. Danakonungur ganga til …
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Friðrik X. Danakonungur ganga til sætis í kvöldverði, sem haldinn var fyrir þjóðhöfðingja Norðurlandanna og Þýskalands í Bellevue-höllinni í Berlín í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að sameiginlegt sendiráð Norðurlandanna var opnað í borginni. AFP/Sebastian Gollnow

Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna komu saman í Bellevue-höll í Berlín í gærkvöldi, 21. október, til að fagna 25 ára afmæli sameinlegra sendiráða Norðurlandanna í borginni. Opnun sendiráðanna í hverfinu Tiergarten 20. október árið 1999 vakti nokkra athygli og þótti þetta samstarf sæta tíðindum. Sendiráðsbyggingarnar eru orðnar hluti af borgarmyndinni og strætóstoppistöðin næst þeim er við þau kennd. 

Þýsku forsetahjónin ræða við íslensku forsetahjónin eftir málsverðinn í tilefni …
Þýsku forsetahjónin ræða við íslensku forsetahjónin eftir málsverðinn í tilefni af 25 ára afmæli húss norrænu sendiráðanna í Berlín. Elke Büdenbender, eiginkona forseta Þýskalands, er lengst til vinstri, þá Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. AFP/John MacDougall

Fjallað er um afmælið í fjölmiðlum í Berlín og sagði í blaðinu Tagesspiegel að sennilega hefði sjaldan verið jafn mikill konunglegur ljómi yfir höllinni. Gestina hefði borið að í lögreglufylgt og aldrei þessu vant hefði tilefni slíks fjölda af bláum ljósum verið hátíðlegt.

Í gærdag ræddi Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, við starfssystkini sín …
Í gærdag ræddi Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, við starfssystkini sín á Norðurlöndum í sendiráði Norðurlandanna. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, (lengst til visntri) tók þátt fyrir hönd Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Þá koma Elina Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svþjóðar, Lars Loekke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs. AFP/Ralf Hirschberger

Blaðið lýsir klæðnaði gesta, tekur til þess að við einn enda veisluborðsins hafi Mary Danadrottning setið á tali við Daníel Svíaprins og við hinn endann hafi Viktoría, krónprinsessa af Svíþjóð, verið djúpt sokkin í samræður við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Friðrik X. Danakonungur skálar í veislunni í Bellevue-höll. Hann mun …
Friðrik X. Danakonungur skálar í veislunni í Bellevue-höll. Hann mun hafa talað reiprennandi þýsku í ræðu sinni. AFP/Sebastian Gollnow

Sérstaklega er til þess tekið í frétt Tagesspiegel hvað gestir hafi verið í góðu skapi. Það hafi átt við um Friðrik X. Danakonung, sem í ræðu sinni hefði talað um aðdáun sína á þýskum hraðbrautum og tónlist Nenu í partíum æsku sinnar. Hann hefði sagt að sín kynslóð hefði jákvæða mynd af Þýskalandi og bætt við: „Ég vona að Þjóðverjar séu stoltir af því sem blasir við okkur hinum.“

Nafnsins vegna er rétt að fram komi að meðal gesta í veislunni í gærkvöldi var náfrændi Friðriks X., Gústav Friðrik Filippus Ríkharður prins af Sayn-Wittgenstein-Berleburg og Carina kona hans. Mun fundur frændanna hafa verið gleðilegur.

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar fylgist grannt með undir borðum.
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar fylgist grannt með undir borðum. AFP/Sebastian Gollnow

Í niðurlagi fréttarinnar er vikið að samlyndi Norðurlandanna: „Enginn ber kórónu eða höfuðdjásn við lok þessa hátíðlega dags, sem hefur fært okkur heim sanninn um hversu dásamlegur heimurinn gæti verið ef allir gætu umgengist hver annan jafn vinsamlegir og afslappaðir og skandinavarnir.

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, ræðir við Mary Danadrottningu í málsverðinum …
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, ræðir við Mary Danadrottningu í málsverðinum í Berlín í gærkvöldi. AFP/Sebastian Gollnow

Hin sameiginlega sendiráðslóð í Berlín er einstök á heimsvísu - og fyrirmynd um leið. ... Það er engin furða að þarna upp frá búi hamingjusömustu þjóðirnar, eins og oft bar á góma þennan dag.“

Daníel, krónprins Svía, og Viktoría krónprinsessa, Björn Skúlason, eiginmaður forseta …
Daníel, krónprins Svía, og Viktoría krónprinsessa, Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Mary Danadrottning, Friðrik X. Danakonungur, Elke Büdenbender, forsetafrú Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, Suzanne Elizabeth Innes-Stubb, forsetafrú Finna, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, og Hákon krónprins stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í Bellevue-höllinni. AFP/John MacDougall
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson