Strandvarðastjarna látin 68 ára

Newman lék í 150 þáttum af hinni sívinsælu þáttaröð.
Newman lék í 150 þáttum af hinni sívinsælu þáttaröð. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Michael Newman er látinn, 68 ára að aldri.

Newman var best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Baywatch sem var sýnd við miklar vinsældir á árunum 1989 til 2001.

Hann fór með hlutverk strandvarðarins Michael „Newmie“ Newman og lék í 150 þáttum yfir sýningartímabilið.

Newman starfaði einnig sem slökkviliðsmaður og sinnti því samhliða leikferlinum.

Góðvinur leikarans greindi frá andláti hans í samtali við tímaritið People.

Newman hafði háð erfiða baráttu við taugahrörnunarsjúkdóminn Parkinson frá árinu 2006 og hafði heilsu hans hrakað mjög á síðustu mánuðum. Newman lést á heimili sínu á sunnudag, umkringdur fjölskyldu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson