Bretakonungur fær kynningu á ónæmisbælandi meðferð

Karl III Bretakonungur.
Karl III Bretakonungur. AFP/Yoan Valat

Það var von í orðum Karls Bretakonungs er hann fékk upplýsingar og kynningu á framförum í krabbameinsmeðferðum, einkum ónæmisbælandi meðferð, í opinberri ferð sinni til Ástralíu og Samóa.

Hinn 75 ára Karl var staddur ásamt Camillu drottningu í Sortuæxlisstofnuninni í Sidney í Ástralíu. Stofnunin er ein sú stærsta á sviði rannsókna og meðferðar við sortuæxli á heimsvísu. Konungurinn hitti þar prófessor Georginu Long og prófessor Richard Scoyler til að heyra meira um vinnu þeirra í tengslum við sjúkdóminn.

„Þegar við örvum ónæmiskerfið þá getur það ruglast og farið að herja á venjulegan vef og það eru hliðarverkanir sem við erum að sérhæfa okkur í,“ sagði Long og Karl konungur sagði í kjölfarið þetta vera mjög hvetjandi upplýsingar.

Ónæmisbælandi meðferðir við krabbameinum byggjast á því að nota ónæmiskerfið til að finna og eyða krabbameinsfrumum og koma í veg fyrir vöxt æxla.

Í febrúar kom fram í tilkynningu frá Buckingham-höll að konungurinn hefði greinst með krabbamein, en var tegund þess þó ekki tilgreind. Var í kjölfarið öllum opinberum störfum konungsins frestað um þrjá mánuði.

Í apríl greindi höllin frá því að meðferð konungsins væri í fullum gangi og hefur hann sjálfur haft orð á því opinberlega.

Á meðan á ferð hans til Ástralíu stendur hefur hann þurft að gera hlé á meðferðinni og var honum samkvæmt læknisráði bent á að sleppa för til Nýja-Sjálands. Með í för eru tveir læknar. 

People 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson