„Sex“ hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Dómnefndin segir að verðlauna beri Haugerud fyrir jafnvægislist myndarinnar að …
Dómnefndin segir að verðlauna beri Haugerud fyrir jafnvægislist myndarinnar að hann sé vel að verðlaunum kominn. Ljósmynd/Árni Beinteinn

Norska kvikmyndin „Sex“ sem er bæði skrifuð og leikstýrð af Dag Johan Haugerud hefur hlotið kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.

Kvikmyndin var framleidd af Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Motlys. 

Bráðfyndin á köflum

Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að kynlíf sé ekki bara kynlíf og að það sé greinilegt í kvikmyndinni.

Í kvikmyndinni uppgötva tveir vinir eitthvað um sjálfa sig og umhverfis þá ólgar Osló-borg sem stendur í sífelldri endurskipulagningu og endurbyggingu.

Uppgötvunum vinanna fylgja áskoranir og ekki síst fyrir maka þeirra og börn, en þrátt fyrir það, segir í rökstuðningi dómnefndar, er kvikmyndin búin mikilli hlýju og hverfist um fallega vináttu. Þar að auki eru fjöldi atriða sögð vera bráðfyndin.

Vann áður 2022

Dómnefndin segir handrit Haugeruds vekja áhorfandann til umhugsunar og þá hvernig kynlíf getur verið afdrep þar sem leitað er skjóls undan tungumálinu og þegar kynlífinu er þröngvað aftur inn í orðin, þegar sagt er frá því og rýnt í það, getur eitthvað farið forgörðum. 

Dómnefndin segir að verðlauna beri Haugerud fyrir jafnvægislist myndarinnar og að hann sé vel að verðlaununum kominn. 

Dag Johan Haugerud og Motlys hafa áður hlotið verðlaunin árið 2022 fyrir kvikmyndina „Barn“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson