Hefur lést um 45 kíló

Jelly Roll gekk rauða dregilinn á Emmy-verðlaunahátíðinni í september.
Jelly Roll gekk rauða dregilinn á Emmy-verðlaunahátíðinni í september. Ljósmynd/Amy Sussman

Sveitasöngvarinn Jason Bradley DeFord, best þekktur undir listamannsnafninu Jelly Roll, hefur lést um 45 kíló eftir að hafa ákveðið að taka málin föstum tökum í byrjun árs. 

DeFord, sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2022 með laginu Son of a Sinner, hefur stundað líkamsrækt af miklu kappi síðustu mánuði og einnig ráðið til sín heilsukokk sem töfrar fram gómsætar máltíðir fyrir hann.

Sveitasöngvarinn gaf fylgjendum sínum á Instagram innsýn í fjölbreytta æfingarútínu sína og heilsusamlegt mataræði í nýlegri færslu á samfélagsmiðlasíðunni.

Í myndskeiðinu sést kappinn spila körfubolta, boxa og ganga upp og niður tröppur, sem er mjög góð æfing fyrir bæði lær- og rassvöðva og hné.

View this post on Instagram

A post shared by Jelly Roll (@jellyroll615)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undanförnu. Það rofar til seinna í næstu viku. Makinn kemur þér á óvart.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Ragnar Jónasson